Goðasteinn - 01.09.1972, Side 31

Goðasteinn - 01.09.1972, Side 31
Það mun hafa verið seint í október 1932 á sunnudegi, að hjónin á Hala, Steinþór Þórðarson og Steinunn Guðmundsdóttir systir mín, komu í heimsókn að Reynivöllum. Þau voru gangandi, enda vegalengdin ekki nema hálftímagangur, og vegurinn á þurrlendu graslendi, skemmtilegt umhverfi öllum, sem gengið geta í góðu veðri. Veðrið var þannig, að loft var alskýjað, logn og hlýtt í veðri. Þegar þau Halahjón höfðu lokið erindum sínum og héldu heim- leiðis, var komið kvöld og farið að bregða birtu. Ég gekk með þeim áleiðis, á miðja leið. En þegar ég ætlaði að kveðja, þá datt mér í hug að fara með þeim alla leið að Hala, því Sigurjón mágur minn hafði farið austur að Sléttaleiti þennan dag og var ekki kominn. Ég vissi, að hann var myrkfælinn, og hugði ég bezt að fara til móts við hann og verða honum samferða heim. Ég hafði orð á þessu við þau hjónin, og sýndist þeim þetta ráðlegt. Þegar að Hala kom, var Sigurjón að koma þar frá Sléttaleiti. Nú varð dálítil viðstaða á Hala og var þá orðið aldimmt, er við lögðum af stað heimleiðis, loft korgaþykkt en stafalogn eins og Godasteinn 29

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.