Goðasteinn - 01.09.1972, Page 33
orð. Mér datt í hug að snúa aftur hcim að Hala og segja okkar
farir ekki sléttar en hætti við það og segi: Við skulum koma heim.
Sigurjón mótmælti því ekki, en bað mig að lofa sér að halda í
hendina á mér, og heim héldum við án þess að minnast á þennan
atburð einu orði. Við gerðum það ckki heldur næsta dag eða
næstu daga. En Sigurjón fór austur að Hala einum eða tveimur
dögum seinna, og sagði hann þar frá þessu og lýsti því, hvað
hann hefði séð. Mér var sagt frá því síðar, og tel ég að okkur
beri saman í öllum atriðum um, hvað fyrir okkur bar.
Mér sýndist vofa þessi vera í mannsmynd, eins og áður er
tekið fram, í meðallagi hávaxin, nokkuð gildur efri parturinn.
Andlit gat ég ekki greint, en hattkúfur var á hausnum og slap-
andi börðin. Að ofan úlpuklædd og slettust lcfin um mið læri
að framan, að neðan í gráleitum sokkum, sem náðu upp að hné.
Allur þessi klæðnaður, utan sokkarnir, sýndust vera af mórauðum
lit og sömuleiðis hatturinn.
Þennan umrædda sunnudag var séra Eiríkur Helgason prestur
í Bjarnanesi vestur í Öræfum, hafði þá verið í Bjarnanesi tæp-
lega tvö ár, en áður hélt hann Sandfell í Öræfum eins og kunn-
ugt er. Séra Eiríkur kom ætíð að Reynivöllum, þegar hann var
á ferð, og þótti ávallt góður gestur þar, eins og alls staðar þar
sem hann kom. Eitt sinn hafði borizt í tal okkar á milli fylgjur
manna, og spurði ég þá séra Eirík, hvað honum fvlgdi. Svaraði
hann, að Irafellsmóri fylgdi sér og hló við.
Nú daginn eftir þennan atburð, sem að ofan getur, sem var
mánudagur, kom séra Eiríkur austur yfir Sand og kom að Reyni-
völlum. Þá rifjaðist upp fyrir mér það, sem séra Eiríkur hafði
sagt mér um fylgju sína, svo ég spurði hann, hvcrnig þjóðtrúin
hefði lýst írafellsmóra. Séra Eiríkur hló við og sagði: „Nei,
hefur þú nú séð þrælinn?“ Ég gaf lítið út á það en vildi fá
lýsingu hans á Móra, sem hann gaf í stórum dráttum, en sú
lýsing var eitthvað lík minni en öll þó svipminni að mér fannst.
Náttúrlega varð ég að segja séra Eiríki frá því, sem fyrir okkur
bar, þarna um kvöldið við túngarðsbrotið á Hala, en aldrei hef
ég getað sætt mig við það, að þetta hafi verið fylgja séra Eiríks
eða írafellsmóri. En hver var það þá?
Goðasteinn
31