Goðasteinn - 01.09.1972, Síða 33

Goðasteinn - 01.09.1972, Síða 33
orð. Mér datt í hug að snúa aftur hcim að Hala og segja okkar farir ekki sléttar en hætti við það og segi: Við skulum koma heim. Sigurjón mótmælti því ekki, en bað mig að lofa sér að halda í hendina á mér, og heim héldum við án þess að minnast á þennan atburð einu orði. Við gerðum það ckki heldur næsta dag eða næstu daga. En Sigurjón fór austur að Hala einum eða tveimur dögum seinna, og sagði hann þar frá þessu og lýsti því, hvað hann hefði séð. Mér var sagt frá því síðar, og tel ég að okkur beri saman í öllum atriðum um, hvað fyrir okkur bar. Mér sýndist vofa þessi vera í mannsmynd, eins og áður er tekið fram, í meðallagi hávaxin, nokkuð gildur efri parturinn. Andlit gat ég ekki greint, en hattkúfur var á hausnum og slap- andi börðin. Að ofan úlpuklædd og slettust lcfin um mið læri að framan, að neðan í gráleitum sokkum, sem náðu upp að hné. Allur þessi klæðnaður, utan sokkarnir, sýndust vera af mórauðum lit og sömuleiðis hatturinn. Þennan umrædda sunnudag var séra Eiríkur Helgason prestur í Bjarnanesi vestur í Öræfum, hafði þá verið í Bjarnanesi tæp- lega tvö ár, en áður hélt hann Sandfell í Öræfum eins og kunn- ugt er. Séra Eiríkur kom ætíð að Reynivöllum, þegar hann var á ferð, og þótti ávallt góður gestur þar, eins og alls staðar þar sem hann kom. Eitt sinn hafði borizt í tal okkar á milli fylgjur manna, og spurði ég þá séra Eirík, hvað honum fvlgdi. Svaraði hann, að Irafellsmóri fylgdi sér og hló við. Nú daginn eftir þennan atburð, sem að ofan getur, sem var mánudagur, kom séra Eiríkur austur yfir Sand og kom að Reyni- völlum. Þá rifjaðist upp fyrir mér það, sem séra Eiríkur hafði sagt mér um fylgju sína, svo ég spurði hann, hvcrnig þjóðtrúin hefði lýst írafellsmóra. Séra Eiríkur hló við og sagði: „Nei, hefur þú nú séð þrælinn?“ Ég gaf lítið út á það en vildi fá lýsingu hans á Móra, sem hann gaf í stórum dráttum, en sú lýsing var eitthvað lík minni en öll þó svipminni að mér fannst. Náttúrlega varð ég að segja séra Eiríki frá því, sem fyrir okkur bar, þarna um kvöldið við túngarðsbrotið á Hala, en aldrei hef ég getað sætt mig við það, að þetta hafi verið fylgja séra Eiríks eða írafellsmóri. En hver var það þá? Goðasteinn 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.