Goðasteinn - 01.09.1972, Page 34
Ýmsir hafa þótzt orðið varir við ókennilega veru í
mannsmynd á þessum slóðum bæði austan og vestan við Helg-
hólinn. Hafa þeir lýst veru þessari vel í meðailagi hávaxinni
en þeim mun gildvaxnari. Jafnan hefur vera þessi horfið bak
við einhverja mishæð, og hefur hún ekki þurft að vera stór til
þess.
Með þessari sögu er þessi þáttur í raun og veru á cnda, en
ég gct ekki látið hjá líða að lýsa því, hvaða áhrif þetta hafði
á mig fyrst á eftir. Ég var áður alveg laus við myrkfælni, sem
kallað er, og fór allra minna ferða einsamall bæði heima við
og cins milii bæja í myrkri og misjöfnu veðri, þegar svo bar undir.
Ef það kom fyrir, að eitthvað bar fyrir mig, sem ég átti ekki
von á, rannsakaði ég það eftir föngum og oftast leiddi það til
þess að ég fákk cðlilega skýringu á fyrirbrigðunum. Ég var eigin-
lega hættur að trúa, að til væru dularfullar verur, t. d. huldu-
fólk og fylgjur og illir andar. Hinsvegar trúði ég því, að góðar
verur væru til, sem væru reiðubúnar að veita aðstoð sína, þegar
á lá, og mikið oftar en við skynjuðum.
Eftir ævintýrið vestan við Hala þetta umrædda sunnudags-
kvöld, varð ég myrkfælinn svo um munaði, fyrst á eftir. Ég varð
eins og Grettir eftir að hann átti við Glám, að um hádaginn, eða
meðan sól var á lofti, ieið mér vel, en eftir sólarlagið fóru um
mig ónot, sem ég réði ekki við. Ég stillti svo til að vera ekki á
ferð á milli bæja einn, en þó varð ég einu sinni að fá fylgd frá
Hala að Reynivöllum að kvöldi, af því ég varð seint fyrir og
var þó ríðandi, og hefur þó hesturinn alltaf verið Islendingnum
öryggi og traust. Ég álít að þetta hafi verið snertur af tauga-
áfalli, því mér varð verulega illt við, þegar Sigurjón rak upp þetta
hræðilega neyðaróp þar sem ég átti mér einskis ills von, þetta
kyrrláta haustkvöid í október 1932.
Ég jafnaði mig, er frá leið, og ég held að ég hafi verið kom-
inn í lag aftur um jól. En aldrei fer ég svo þarna um, hvorki
í björtu eða dimmu, að mér detti ekki þessi atburður í hug. Og
síðan hef ég ekki getað neitað því, að til muni verur, sem geti
gert manni skráveifur annaðhvort viljandi eða óviljandi.
32
Goðasteinn