Goðasteinn - 01.09.1972, Blaðsíða 34

Goðasteinn - 01.09.1972, Blaðsíða 34
Ýmsir hafa þótzt orðið varir við ókennilega veru í mannsmynd á þessum slóðum bæði austan og vestan við Helg- hólinn. Hafa þeir lýst veru þessari vel í meðailagi hávaxinni en þeim mun gildvaxnari. Jafnan hefur vera þessi horfið bak við einhverja mishæð, og hefur hún ekki þurft að vera stór til þess. Með þessari sögu er þessi þáttur í raun og veru á cnda, en ég gct ekki látið hjá líða að lýsa því, hvaða áhrif þetta hafði á mig fyrst á eftir. Ég var áður alveg laus við myrkfælni, sem kallað er, og fór allra minna ferða einsamall bæði heima við og cins milii bæja í myrkri og misjöfnu veðri, þegar svo bar undir. Ef það kom fyrir, að eitthvað bar fyrir mig, sem ég átti ekki von á, rannsakaði ég það eftir föngum og oftast leiddi það til þess að ég fákk cðlilega skýringu á fyrirbrigðunum. Ég var eigin- lega hættur að trúa, að til væru dularfullar verur, t. d. huldu- fólk og fylgjur og illir andar. Hinsvegar trúði ég því, að góðar verur væru til, sem væru reiðubúnar að veita aðstoð sína, þegar á lá, og mikið oftar en við skynjuðum. Eftir ævintýrið vestan við Hala þetta umrædda sunnudags- kvöld, varð ég myrkfælinn svo um munaði, fyrst á eftir. Ég varð eins og Grettir eftir að hann átti við Glám, að um hádaginn, eða meðan sól var á lofti, ieið mér vel, en eftir sólarlagið fóru um mig ónot, sem ég réði ekki við. Ég stillti svo til að vera ekki á ferð á milli bæja einn, en þó varð ég einu sinni að fá fylgd frá Hala að Reynivöllum að kvöldi, af því ég varð seint fyrir og var þó ríðandi, og hefur þó hesturinn alltaf verið Islendingnum öryggi og traust. Ég álít að þetta hafi verið snertur af tauga- áfalli, því mér varð verulega illt við, þegar Sigurjón rak upp þetta hræðilega neyðaróp þar sem ég átti mér einskis ills von, þetta kyrrláta haustkvöid í október 1932. Ég jafnaði mig, er frá leið, og ég held að ég hafi verið kom- inn í lag aftur um jól. En aldrei fer ég svo þarna um, hvorki í björtu eða dimmu, að mér detti ekki þessi atburður í hug. Og síðan hef ég ekki getað neitað því, að til muni verur, sem geti gert manni skráveifur annaðhvort viljandi eða óviljandi. 32 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.