Goðasteinn - 01.09.1972, Síða 35
Auðunn Ingvarsson frá Dalseli:
Minningar
Ég er fæddur í þennan heim kl. 6 að morgni hinn 6. ágúst
1869 í Neðra-Dal undir Eyjafjöllum, sonur Ingvars Hallvarðsson-
ar bónda þar og Ingibjargar Samúelsdóttur frá Seljalandsseli. Sama
dag var ég skírður af sóknarprestinum sr. Birni Þorvaldssyni í
Holti. Ljósmóðir mín var Kristín Jónsdóttir í Steinmóðarbæ, áður
húsfreyja á Seljalandi. Hún rciddi mig um kvöldið í kjöltunni að
Steinmóðarbæ, en þar bjó þá sonur hennar, Sigurður Árnason,
með konu sinni Kristínu Jónsdóttur, ekkju Þorsteins þess, sem
varð fyrir eldingu úti í Landeyjum. Ég var 9 merkur, þegar ég
fæddist. Mér var skilað úr fóstrinu í Steinmóðarbæ í októberlok
og vigtaði þá 7 merkur, var svo magaveikur, að mér var ekki
hugað líf. Blessað góða fólkið í Steinmóðarbæ hefur að líkindum
ckki viljað svíkja nýmjólkina, sem það gaf mér, með því að
blanda hana með vatni. Mest hjúkraði mér og lá undir mér, sem
kallað var, Jódís systir húsmóðurinnar. Móðir mín mun ekki hafa
legið á sæng nema fjóra daga, þegar ég fæddist, fór svo að ganga
að heyskap. Það var víst gott fyrir hana þá að losna við mig,
Goðasteinn
33