Goðasteinn - 01.09.1972, Side 36

Goðasteinn - 01.09.1972, Side 36
þessa vesalings písl, sem virtist ekki eiga langt líf fyrir höndum. Smátt og smátt hjaðnaði ég þó við, og réttist vel úr kútnum um það er iauk. Ekki man ég eftir neinu, sem á daga dreif, fyrr en afi minn, Hallvarður Jónsson, var jarðsunginn 1872, í júlímánuði. Sr. Björn Þorvaldsson jarðaði hann. Fylgdarmaður prests var Gísli sonur hans og reið í nýjum hnakki, bleikum. Sprett var af hestunum og hnakkurinn lagður á garðbrot, sem nefnt var Traðargarður. Tók ég fyrir að setjast í hnakk Gísla og hossa mér á honum, líklega af því mér þótti hann svo fallegur og bera af öðrum hnökkum. Við jarðarförina var Jódís í Steinmóðarbæ, sem fyrr getur. Skemman var tjölduð innan með glitábreiðum svo ekki sæist í veggina, sem voru hlaðnir úr grjóti með torfi á milli. Skemman var myndarlegt hús, loft var í henni mestallri, stafnþil að fram- an, smágluggi yfir dyrum og lítill gluggi vestan við dyrnar 8x10 tommur. Þilið var úr allþykkum borðum úr rekaviði og listar á öllum samsetningum. Uppundir vindskeiðum voru útskornar fjalir milli listanna, sem allir voru strikaðir. Skrá var fyrir skemmunni hið prýðilegasta gersemi, eftir Hallvarð afa minn og allt tré- verkið, því hann var vel hagur á tré og járn. í þessu húsi sat til borðs allt svokallaða betra fólkið eins og siður var í þann tíð. Mjólkurkofinn austast í bæjarröðinni var klæddur innan með röndóttum brekánum, því glitábreiður hrukku ekki nema í skemm- una, og þar var óæðri gestum skipað til sætis. Þessi kofi var mjög lágreistur, ekki líkt því, að fullorðið fólk gæti staðið upprétt út við veggina. Hann var notaður fyrir mjólkina yfir sumarmánuðina en skepnur á vetrum. Ekki man ég vel, hvað var á borðum, minnir þó, að það væri stórsteik, rúsínuvellingur og svo lummur í eftirmat. Jódís sat með mig í kjöltunni og lét mig borða með sér. Ég man vel eftir því, hvað hún var góð við mig. Tryggð sinni í garð minn hélt hún til æviloka, var alltaf að senda mér gjafir, hálsnet, smokka, húfu og vettlinga. Um fermingu gaf hún mér axlabönd, sem Jónína systurdóttir hennar hafði ísaumað. Jónína lék sér við vögguna mína, eins og faðir minn minntist á í vísu, sem hann gerði mér upp orðin í: 34 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.