Goðasteinn - 01.09.1972, Síða 38
kaldi. Við vorum rétt komnir fram á heiði til hússins, þegar rok-
hvessti á norðan með öskubyl, ofan og neðan, og hörkufrosti. Tók
Þorsteinn það ráð að reyna að komast niður að Neðra-Dalsánm
og hafa hana fyrir leiðarvísi heim til bæja. Ég var illa búinn til
að þola kafalsbyl, fór víst að heiman með vini mínum, svo að
fáir eða engir vissu. Þorsteini varð að ráði að stinga kollinum á
mér undir einfaldan jakka sinn. Tók ég svo föstu taki í buxna-
streng hans og hélt því alla leið til bæjar. Bylurinn var svo mikill,
að mér lá við köfnun, og oft gekk ég á hælana á Þorsteini. Á
leiðinni heim heyrðum við öskur mikil uppi í Fagrafelii og héld-
um helzt, að þau kæmu frá krumma. Það var þá raunar faðir
minn að hrópa og kalla ef við kynnum að nema mál hans. Þor-
steinn komst með mig heim heilu og höldnu um hádegisbilið. Man
ég vel, hvað ég hló hátt, þegar ég komst inn í bæjardyrnar. Faðir
minn kom svo löngu seinna heim og varð mjög glaður, er hann
vissi, að við vorum komnir úr háskanum. Árni Indriðason bóndi
í norðurbænum í Neðra-Dal fór af stað í þessa leit með föður
mínum en komst ekki nema fram yfir Neðra-Dalsána, varð þar
óglatt af nýársmatnum, seldi upp og sá þann kost vænstan að
snúa við til bæjar.
Ég man eftir einum vetri, frá þessu árabili, sem var mjög
harður á útmánuðum. Mamma og sambýliskona hennar, Sigríður
Magnúsdóttir, lentu þá í svipuðum kröggum og við Þorsteinn og
verri þó. Með þeim var drengur, sem var hjá foreldrum mínum á
fátækraframfæri, Jón Jónsson frá Lambhúshólskoti. Óvörum skail
á kafaldsbylur með mikilli frosthörku. Var sá einn kostur að láta
fyrirberast í heykumli, sem þarna var, þar til upp birti. Þær liðu
enga nauð í þessari útilegu, hreiðruðu um sig í heyinu og skemmtu
sér við eftirhermur og söng. Sigríður var mesta hermikráka, hafði
mál úr hvers manns munni, ef henni bauð svo við að horfa. Jón
litli barst illa af, kvartaði sáran um sult og kulda. I birtingu
slotaði bylnum, svo þau komust heim úr þessari köldu vist og
mátti þó ekki tæpara standa, því að vörmu spori brast á blind-
bylur, sem stóð daginn og nóttina. Hléið var notað til að næra
skepnurnar, sem þó ekki var auðhlaupið að, allir kofar hálffullir
af snjó, einkanlega hesthúsin, scm öll voru hurðalaus. Brutust
36
Goðasteinn