Goðasteinn - 01.09.1972, Síða 41

Goðasteinn - 01.09.1972, Síða 41
færi sín, hamra og sleggjur. Bróðir hans var Árni, er bjó í Dals- koti og Króki í Holtum. Á efri árum ferðaðist hann um Árnes- og Rangárvallasýslur til að leiðbeina bændum með áveitu- og framræsluskurði og svndi í því áhuga og dugnað. Mátti hann heita brautryðjandi í áveitumálum. Ekki man cg, hver daglaun hans voru, ef þau hafa þá nokkur verið. Fórnfýsi hans, ákafi og dugnaður falla mér ekki úr minni. Áhugi föður míns á þessu sviði mun mest hafa vaknað og þroskazt fyrir, að hann kynntist þessum óvenjulega áhuga hjá Árna. Dalshverfið ber ljós merki eftir athafnir föður míns. Þar voru rýrar slægjur, þýfðar og blaut- ar. Nú eru þær eggsléttar, nær veltiþurrar og með síbreiðugrasi árlega. 1 Króktúni bjuggu Þorleifur Árnason og Kristín Hansdóttir frá Stóru-Mörk. Börn þeirra voru 5, Kristófer, er lengi bjó í Stóra- Dal, giftur Auðbjörgu systur minni, Guðríður, gift Soffíasi Páls- syni í Vík í Mýrdal, Helga prjónakona í Vestmannaeyjum, Högni og Árni dóu úr barnaveiki á þriðja og fjórða ári. Þorleifur og Kristín bjuggu við mikla fátækt á þessu auma hreysi en björguð- ust þó framar vonum fyrir mikinn dugnað og góða fénaðarhirð- ingu, misstu vart aldrei skepnur úr fóðurskorti. Kristín átti víst mjög erfitt með að sjá svanga skepnu, tók bitann frá sér til að næra kúna á, þegar við lá, að búið væri að sópa hcygarðinn innan og grös ekki til útbeitar. Þorleifur var laghentur og ferðaðist um til að smíða hjá bændum. Var honum oft greitt fyrir það í mat- vælum, er hann bar heim á bakinu. Fyrir dugnað og þrautseigju bjargaðist þetta heimili eins og mörg önnur á þeim árum. Kristín var stórlynd en trygg og vinföst, blíð og skemmtin í viðræðu, þar sem vinir voru annarsvegar. Hún var greind kona og gerði ofc gott, bæði mér og öðrum, af litlum efnum. í Dalskoti bjuggu, þegar ég man fyrst eftir mér, Sveinn Sveins- son og Guðrún Ögmundsdóttir frá Auraseli. Sveinn drukknaði við Vestmannaeyjar með Benedikt Andréssyni í Efriholtum, er þar fórst með allri skipshöfn sinni 1889. Eftir fráfall Sveins giftist Guðrún Agli Eyjólfssyni frá Seljalandsseli. Börn Guðrúnar og Sveins voru Sigrún og Sveinn, er lengi var vinnumaður á Barkar- stöðum. Hann giftist Guðleifu Guðmundsdóttur frá Vatnahjáleigu Godasteinn 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.