Goðasteinn - 01.09.1972, Síða 42

Goðasteinn - 01.09.1972, Síða 42
í Landeyjum. Byrjuðu þau búskap í Miðkoti í Fljótshlíð, æsku- heimili Guðleifar, fluttu þaðan að Dalskoti, þar sem þau bjuggu til 1923. Síðast bjuggu þau í Stóru-Mörk. Andaðist Sveinn þar árið 1930. Á vesturjörðinni í Neðra-Dal bjuggu foreldrar mínir allan sinn búskap. Hjá þeim var í heimili Vigdís föðursystir mín, er segja mátti, að væri mín önnur móðir. Sama máli gegndi um systkini mín, Auðbjörgu og Jón, en um Guðbjörgu og Ingvar lét hún sig minna varða. Vigdís lézt 1888 og skipti eða ráðstafaði öllum eig- um sínum fyrir andlátið í viðurvist Sighvarts Árnasonar í Eyvind- holti og konu hans, Önnu Þorvarðardóttur, er var mikil vinkona hennar. Vigdís gaf Önnu vandað herðasjal og fleiri hluti, Auð- björgu systur minni skautbúning sinn og öll sín beztu föt, fata- kistu, treflaöskjur og marga aðra eigulega rnuni, ennfremur nokkr- ar sauðkindur. Hún átti alltaf milli 10 og 20 kindur, úrvals fé Skautbúninginn hafði frú Hólmfríður Björnsdóttir prests í Holti gefið Vigdísi ásamt ýmsu öðru, svo sem Biblíu. Vigdís sendi henm oft kind að haustlagi eða annað, scm kom sér vel. Þær héldu vináttu til dauðadags, og sama vinfengi átti Vigdís að fagna við systur Hólmfríðar, Kristínu á Yzta-Skála og Halldóru í Indriða- koti. Hólmfríður var gift Ólafi Rósenkranz leikfimikennara í Reykjavík. Mér gaf Vigdís fatakistu og ýmsa aðra góða hluti, auk þess tvær ær, er urðu mér hinar mestu happaskepnur. Svipaða gjöf fékk Jón bróðir minn en Ingvar og Guðbjörg báru minnstan hlut frá borði. Vigdís mundi eftir hverju tangri og tetri er hún átti, að undanskildum tveimur teskeiðum úr silfri. I Neðra-Dalnum átti hún eitt hundrað, er hún ánafnaði föður mínum fyrir umstang við útför hennar. Hún átti einn hest 18 vetra, gæðing mikinn. Hann var lítið notaður og alls ekki lúinn, því fáir fengu að koma á bak honum nema eigandinn, móðir mín endrum og eins og svo við eldri systkinin. Nú átti hann að deyja með henni. Guðjón Sigurðsson frá Hvammi átti að fara með hann út á Eyrarbakka og sækja um leið í erfisdrykkjuna að fyrirlagi Vig- dísar. Mikið sá ég eftir Sokka og óskaði heitt, að ég gæti eignast hann, en ég var auralaus og ekki kom heldur til mála að breyta 40 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.