Goðasteinn - 01.09.1972, Page 43

Goðasteinn - 01.09.1972, Page 43
Dalsel undir Eyjafjöllum, bœr Auðuns Ingvarssonar. gegn boði Vigdísar. Ég gleymi aldrei þeirri stund, er Sokka var \ hnýtt aftan í hestinn, sem flytja átti föngin í erfisdrykkjuna utan af Bakka. Mér virtist Sokki svo dapur á svipinn og niðurlútur eins og í hann legðist, að þetta væri síðasti spölurinn að feigðar- ósi, ljár eða sveðja átti brátt að ríða að hálsi honum. Hann var seldur á 18 krónur, sem gengu í Bakkabúðina vegna erfisdrykki- unnar. Ég bað Guð oft og mörgum sinnum að gefa mér sokkótt hestfolald, ef ég yrði nokkurn tíma hesteigandi. Ár og dagar liðu, en að lokum fékk ég bænheyrslu. í Neðra-Dal ólst upp Ingibjörg hálfsystir mín, 10 árum eldri cn ég. Leiðir okkar lágu saman alla tíð að einu ári undanskildu. Hún dó hjá mér í Dalseli 1940, 81 árs gömul. > Drengur á reki við Ingibjörgu ólst upp hjá okkur í Neðra-Dal Jón Jónsson, sem áður getur. Foreldrar hans hokruðu í Lambhús- hólskoti, mesta hreysi. Jón var fremur fávís en stífur í lund og þrár að því skapi. Kastaðist stundum í kekki milli mín og hans. Faðirvorið kunni hann ekki óbjagað. Hló ég að því og sagði 41 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.