Goðasteinn - 01.09.1972, Qupperneq 46

Goðasteinn - 01.09.1972, Qupperneq 46
hans var að flá kálf og lct Jón halda i einn skankann. Lenti hnífsoddurinn þá í öðru auga drengsins, er leiddi til þess, að hann missti sjón á báðum augum. Hann lærði lærdómskverið utanbókar, mest hjá Hallberu systur sinni og komst fram yfir á réttum tíma (þ. e. fermdist). Hann var prýðilega gefinn, greind og minni í bczta lagi. I Hamragörðum gekk hann til sláttar og rakaði saman hey, nær sem sjáandi maður. Hann prjónaði mikið, þæfði voðir fyrir nágrannana, saumaði sjóklæði, sem ekki var á færi allra, þótt fulla sjón hefðu. Skepnur aflífaði hann og gerði til, ef þörf krafði, byggði skýli að heyjum og fór í ferðalög, svo sem út á Eyrarbakka til aðdrátta, og leysi þetta allt prýðilega af hendi.. Hann mun hafa flutt frá Hamragörðum að Stóra-Dal, þegar Hamragarðaheimilið leystisc upp eftir lát móður hans. Hann lenti hjá prýðilegu fólki, Guðrúnu Eiríksdóttur og dætrum hennar, er skildu hann vel og virtu að verðleikum. Hann flutti með sér eina kú, er Lúða hét, mesta kostagrip. Nokkrir bændur í Dalssókn færðu honum einn töðuhest handa Lúðu, hver fyrir sig, en Stóra-Dalsheimilið lagði það til, sem ávantaði til vetrar fóðurs. Þetta gekk í nokkur ár, þangað til Guðrún og fólk hennar flutti frá Stóra-Dal. Um sama leyti flutti Jón Kristinn að Dalskoti til Egils og Guðrúnar. Var enn haldið þeim sið að færa honum töðu- hár handa Lúðu, svo hann gæti fremur haldizt þarna við á fátæku heimili. Hann lá oft langar og strangar legur þjáður á sál og líkama en hresstist allvel á milli. Frá Dalskoti flutti Jón Kristinn til Einars Jónssonar hreppstjóra á Yzta-Skála og konu hans Ingi- bjargar Jónsdóttur. Leið honum vel á því ágætis heimili, en lokið var því, að hann gæti amlað fyrir sér. Við systkinin fimm höfðum mikla samúð með Jóni blinda, þó ég segi sjálfur frá, drógum saman smjör af viðbiti okkar og tók- um smávegis osta úr mjólkinni okkar og færðum honum ásamt kálgarðsrófum okkar og silungi, sem við veiddum í læk í mýrinni. Maríufisk minn, vænan þorsk, færði ég Jóni, og sama gerðu bræður mínir við Maríufiska sína. Oft kom ég að Yzta-Skáia, eftir að Jón Kristinn kom þangað. Þar var þá þinghús hreppsins. Aldrei held ég, að ég hafi komið þangað án þess að víkja vini mínum einhverju, sem honum kom 44 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.