Goðasteinn - 01.09.1972, Side 47
vel. Hann notaði munntóbak eða neftóbak og átti erfitt með að
vera án þess. Blessunarorðum hans og fyrirbænum í garð minn
gleymi ég ekki, meðan ég hef ráð og rænu. Trúi ég því, að þær
rnuni mér til heilla hérna megin grafar og eigi þátt í farsælli komu
í fyrirheitna landið.
Jón Kristinn dó hjá Sveinbirni Jónssyni á Yzta-Skála í byrjun
júlí 1909 og var jarðsettur 15. s.m. á Ásólfsskála. Faðir Svein-
bjarnar, Jón Sveinbjarnarson frá Holti, sendi mér þá eftirfarandi
bréf:
„Yztaskála 13. júlí 1909.
Heiðraði vin. Jeg er alveg pappírslaus, sem stendur. Þú mátt
til með, að fyrirgefa mjer, að jeg hlýt að nota þennan iappa.
Sveinbjörn sonur minn biður þig, sem elskaðan vin Jóns heit-
ins Kristins, sem þú hefur víst frjett, að dáinn er, að heiðra jarðar-
för hans með nærveru þinni og konu þinnnar næstkomandi
fimmtudag hinn 15. þ.m.
Jeg vakti í nótt yfir Guðrúnu í suðurbænum og fer nú að sofa.
Vertu sæll og þínir allir.
Jón Sveinbjarnarson“.
Þórður Jónsson og Guðrún Magnúsdóttir ljósmóðir frá Dalseli
bjuggu í Hamragörðum á uppvaxtarárum mínum. Foreldrar Þórð-
ar voru Jón Sveinsson frá Sólheimum, Alexanderssonar og Ólöf
Þórðardóttir frá Hvammi. Þau bjuggu í Hvammi og síðar í Mið-
eyjarhólmi í Landeyjum. Jón dó öndverðan vetur og var jarðaður
t Stóra-Dal. Líkið var flutt til kirkju nokkrum dögum fyrir jarð-
arförina, því Markarfljót var þá gott yfirferðar. Um kvöldið leit
Vigdís föðursystir mín út um baðstofugluggann og sá svip Jóns
Sveinssonar í skímunni. Hún lét sér fátt um finnast og sagði:
„Gefðu þig í ljósið, ef þú ert maður, en snáfaðu burtu, cf þú
ert vofa“. Svipurinn varð þá að móðu og hvarf.
Ólöf Þórðardóttir flutti að Hamragörðum til sonar síns. Hann
dó ungur og harmaði Guðrún hann sárt. Ólöf tengdamóðir henn-
ar var lífsreyndari og tók sorginni með ró. Guðrún sat með hönd-
ur í skauti og grét mann sinn. Varð Ólöfu þá að orði: „Ekki að
sorga, ekki að sorga, Guðrún mín. Farðu heldur að vefa. Maður
Goðasteinn
45