Goðasteinn - 01.09.1972, Page 52

Goðasteinn - 01.09.1972, Page 52
Höfundur vísunnar mun vera Eyjólfur Þorgeirsson í Króki, al- þekktur hagyrðingur. Sigurður flutti frá Eiði í Mosfellssveit að Seljalandi, eignarjörð föður síns. Ég sat, ásamt fleiri börnum, á brúninni hjá Gljúfra- búa, þegar Sigurður fór með fardagaflutning sinn þar fyrir neðan. Þau hjón voru með trúss á tveimur hestum og höfðu eina kú í togi, sem bættist í förina á Barkarstöðum. Á einum hesti var djúpur söðull og í hann bundin tvö börn þeirra hjóna, Guðrún á fimmta ári og Magnús Knútur á þriðja ári. Þarna leit ég í lítilli fjarlægð konuefnið, sem eftir 19 ár varð konan mín. Sigurður og Margrét byrjuðu búskap á Seljalandi við mjög lítil efni. Jörðinni mun hafa fylgt ein kýr og sex ær, svo þetta var lítill bústofn, en brátt jókst hann. Síðar um vorið fluttu til þeirra þessi hjú, Sveinn Guðbrandsson og Hallbera kona hans, systir Steinunnar Gísladóttur á Arngeirsstöðum, sem margir kannast við. Hallbera var heyrnarlaus en skildi mál manna á varaburði, mjög vel. Þau hjón áttu einn son, er Sveinbjörn hét, vel gefinn pilt. Hann flutti með foreldrum sínum að Seljalandi og varð þar eftir, er þau fluttu burtu nokkrum árum seinna. Hann trúlofaðist Kristínu prjónakonu frá Heylæk, ég man ekki hvaða ár, en þá bar það til að áliðnum slætti, að hann fór að hcimsækja unnust- una. Hann reið brúnsokkóttum hesti, lötum og fótstirðum, er hann hafði keypt um vorið af Ólafi Jónssyni í Stóru-Mörk. Sveinbjörn varð þá fyrir því slysi, að hesturinn steig ofan á ristina á öðrum fæti hans og fletti skinni af henni niður á tær. Varð Sveinbjörn að leggjast í rúmið og lá í meiðslinu, það sem eftir var sláttar uppi í Hlíð. Mikið var óslegið á Seljalandi, er þctta vildi til, en faðir minn langt kominn með slátt. Fór ég þá sjálfboðaliði að Seljalandi og vann þar kauplaust til sláttuloka. Er mér ógleyman- legt, hve indælt það var þá að vera við heyskap á Seljalandsengj- um og þó sérstaklega í Seljalandsheiðinni. Líklega hefur þetta verið 1890 eða árið eftir. Árið 1897, 29. okt., giftist ég Guðrúnu Sigurðardóttur og sett- ist að á Seljalandi. Smá voru efni í byrjun búskapar. Um vorið hlóð ég mér fjárhús fyrir 30-40 kindur neðanundir Kvíahrauni. Hjálpaði Magnús Knútur mágur minn mér við það verk. Hlöðu 50 Goðasteimi

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.