Goðasteinn - 01.09.1972, Side 57

Goðasteinn - 01.09.1972, Side 57
við Álana, milli Eyjafjalla og Austur-Landeyja og svo um hreppa- mörkin milli Austur- og Vcstur-Eyjafjalla. Ég átti að sjá um vörzlu að vestan en Einar Sigurðsson í Varmahlíð og Magnús Tómasson í Steinum að austan. Þarna skali hurð nærri hælum, því daginn, sem samgöngubannið var sett á, kom póstur utan frá Odda og fékk leyfi hjá heilbrigðisstjórninni til að fara heim til sín austur undir Austurfjöll. Gísli Sveinsson sýslumaður hafði þá haft í gegn samgöngubann fyrir Skaftafellssýslu. Pósturinn var svo óheppinn að hitta sauðamann frá Teigi í Fljótshlíð, sem búinn var að taka veikina. Sama kvöldið, að mig minnir, smitaði hann fólk undir Austurfjöllum. Hann kom við á Seljalandi, í Hvammi og Holti undir Otfjöllum en smitaði engan þar. Hér í hreppi veiktist enginn af þessari drepsótt. Ymislegt þurfti að komast yfir sóttvarnarlínuna, svo sem fén- aður og vörur ti) margra heimila, einkum þeirra, sem veikin hafði náð tökum á. Símasamband var við Miðey, svo þaðan var hægt að panta vörur frá verzlun minni. Ég flutti þær út yfir Ála, fór stundum 2-3 ferðir á dag í þeim erindum. Samgöngubannið stóð fram í febrúar og bar fullan árangur. Var ég mjög ánægður yfir, að svo vel skyldi heppnast að verjast þessum vágesti. Ég hef jafnan einsett mér að gefast ekki upp né hopa, þótt ckki blási byrlega, þegar ferðin er hafin. Heilög skylda hvers hugsandi manns er að berjast fyrir góðum málstað í sína þágu og annarra. í elli minni hef ég borið gæfu til að koma góðu máli af stað. Árið 1934 lamaðist ég á heilsu og hef ekki verið vinnufær síðan að heitið geti. Ég átti ágætan sjónauka, sem kom í góðar þarfir, er högum mínum var svo komið. Beindi ég honum nú á allar áttir, austur á Eyjafjöllin, á blessað Seljalandið mitt, sem ég batt ungur ást við, svo var kíkt út í Vestmannaeyjar, út í Land- cyjar, sem oft voru með fögrum hillingum, upp í Fljótshlíð, alls- staðar var eitthvað fagurt og skemmtilegt að sjá. Um þetta leyti höfðu fjögur myndarleg íbúðarhús risið upp úti í Voðmúlastaða- hverfi, sem við blöstu, er þangað var litið. Kom mér þá í hug, að þarna væri skarð fyrir skildi, kirkjan var horfin. í henni höfð- um við hjónin verið gefin saman í október 1902 af sr. Magnúsi Gudaste'uw 55

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.