Goðasteinn - 01.09.1972, Page 63

Goðasteinn - 01.09.1972, Page 63
Guðrún Jakobsdóttir: Minning Margrét Auðunsdóttir Fœdd 28. maí 1912. Dáin 10. febrúar 1912. Skáld Rangæinga, Þorsteinn Erlingsson, kveður svo til æskunnar: „Hve glöð er var æska hve létt er vor lund, er lífsstríð ei huga vorn þjáir.“ Ljóð þetta vil ég nú tileinka vinkonu minni Margréti Auðuns- dóttur frá Dalsseli undir Eyjafjöllum, en hún andaðist á síðast- liðnum vetri. Það verða einmitt minningar frá æskudögum okkar, er ég mun dvelja við, því að eftir það skildu leiðir. Fundum okkar bar fyrst saman á sólbjörtum vordcgi við barna- skólapróf að Yzta-Skála. Margréti hafði ég aldrei séð áður, en oft heyrt um hana talað. Mér varð strax starsýnt á hve gjörviieg hún var, með létta brá, þykkar fléttur og frjálst viðmót. Já, ég hafði aldrei séð hana, þó bjuggum við í sömu sveit, en fundir voru fáir á bernskudögum okltar, því býlin aðskildi hin stóra elfa, Markarfljót. Yfir það fór enginn að óþörfu. Eftir þennan fyrsta fund tókst traust vinátta með okkur, er eigi lauk fyrr cn Margrét nú hefur skilað sínu lífshlutverki. Það hafði hún rækt Goðasteinn 61

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.