Goðasteinn - 01.09.1972, Blaðsíða 64
með prýði fórnfúsrar eiginkonu og móður. Hún var gift Jónatan
Jakobssyni skólastjóra Fljótshlíðarskóla i Rangárvallasýslu. Saman
áttu þau þrjú efnileg börn. Lífið var Margréti gjöfult um margt,
en það heimti líka af henni þunga skatta, svo sem þá er hún
ásamt fjölskyldu sinni yfirgaf heimili sitt í brunarúst, og sluppu
þau öll frá því nauðuglega. Eldingu hafði lostið niður að nætur-
lagi og hún orðið þessa valdandi. Eftir þetta atvik skrifaði
Margrét mér, og ég gat lesið út úr línum þess bréfs hugarfar
hennar, er mér fannst á þessa leið:
„Vér skulum ei æðrast þó inn komi sjór
og endrum og sinn gefi á bátinn“ o. s. frv.
En svo sannarlega fann ég að henni var þctta þung raun.
Fjölskyldan hugðist reisa nýtt heimili og vænti hamingjusamra
daga en þá kom skattheimtan í annari mynd og tilkynnti að
mein það, er húsfreyjan bæri, yrði ekki bætt. - Ég kom einu
sinni að sjúkrabeði hennar. Þar var hún svo, er við vorum ungar,
æðrulaus, rétti mér ljóð, er hún hafði tilcinkað mér, en hún var
prýðilega hagmælt. 1 ströngum veikindum var hún hetja. Það
var gjöf til hennar frá hljóðlátri móður er ól upp tylft barna með
fágætu jafnaðargeði. Yfir henni var hugarró á hverju sem gekk.
Minnist ég nú þeirra stunda, er ég dvaldi í Dalsseli með hlýrri
þökk í huga. Þar kom ég á nótt sem degi og var jafnan sem eitt
af börnunum á heimilinu. Þau fögnuðu mér samciginlega hús-
freyjan Guðlaug Helga Hafliðadóttir og Auðunn Ingvarsson
kaupmaður og bóndi. Hann var stórbrotinn persónuleiki, mikill
vinur vina sinna.
Guðlaug var höfðingleg, veitul, elskuleg og hlý. 1 Dalsseli var
höfðingjasetur meðan þeirra naut þar við. Þar var einnig listrænt
heimili og hljómlist sérstaklega í heiðri höfð. Ég gæti trúað þvi,
að vísir að hinni fyrstu hljómsveit í byggðum Rangárvallasýslu
væri einmitt komin frá systkinunum í Dalsseli, en þau sáu um
þá hlið málanna á íþróttamótum og öðrum Ungmennafélagssam-
komum fyrir og eftir 1930.
Ég hef oft leitt hugann að því hve gleðistundir okkar ungling-
anna undir Eyjafjöllum hefðu verið fáar og fábrotnar, ef þessara
listrænu systkina hefði ekki notið við. Tel ég okkur öll, er þá
62
Goðasteinn