Goðasteinn - 01.09.1972, Side 67

Goðasteinn - 01.09.1972, Side 67
Þórður Tómasson: Skyggnzt um bekki í byggðasafni XXII Trafalár Margrétar Lárar hafa verið mér ævintýrahlutir síðan móðir mín sagði mér ungum frá lárunum, sem Einar og Hallgrímur, bræður maddömu Solveigar í Holti undir Eyjafjöllum, voru að skera út norður í Botni á Flateyjardal um 1835. Báðir ortu vísur um lárana sína í smíðum. Vísa Einars fæst ekki heil: skerðir gerða svinni flúraðan, sáran, lúraðan lár læsti í kistu sinni. Vísa Hallgríms hefur geymzt: Freyju tárum faldaði fegurð klárri búna, Hallgríms lárinn ljómandi liggur í sárum núna. Lárar voru ekki á hverju strái á æskuárum mínum, helzt að einn og einn skrautlaus lyppulár lægi í lamasessi í geymslum, í og með fyrir þá sök, að það boðaði eiganda ógæfu að lappa upp á bilaðan lár. Gamall var ég þó ekki, þegar fyrsti útskorni trafa- lárinn varð á vegi mínum. Goðasteinn 65

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.