Goðasteinn - 01.09.1972, Page 68
í Berjaneskoti undir Austur-Eyjafjöllum bjó Andrés Pálsson
frá Fit giftur Katrínu Magnúsdóttur ömmusystur minni. Berjanes-
kot var enginn venjulegur bær í augum barnsins. „Til góðs vinar
liggja gagnvegir" og oft var komið að Berjaneskoti á þeim árum.
Bærinn var í gömlum stíl, „horfinn urn með grænt torf“, með
skarsúðarbaðstofu, stofu, eldhúsi og búri og öðrum húsum, sem
þá heyrðu til sveitabúi. I huga mínum er þokki fegurðar og góðra
minna yfir bænum í Berjaneskoti, og frændfólkinu utan yfir
Ósinn var fagnað með veizlukosti. Ekki spillti heldur, að rétt
hinum megin við lækinn var bærinn hennar Margrétar föðursystur
minnar og hans Ólafs. Raunar gat vel svo farið, að maður hitti
á Jónsbókarlestur hjá Margréti, en hún las hann af alúð og
ást og trú, sem laðaði til að nema mál meistara Jóns. Líklega
fór það þó í og með fyrir ofan garð og neðan hjá barni fyrir
innan tekt.
Og þarna var það, sem ég kynntist Möggu og lárnum. Margrét
var dóttir Andrésar og Katrínar, fædd 1898 og því komin um
þrítugt, þegar ég fer fyrst að muna að marki til manna. Á unga
aldri hafði hún misst sjónina. Tvennt var það, sem mér var þá
minnisstæðast um Möggu frænku, annað það, að hún gekk um
hús og húsmuni eins og sjáandi væri og hélt öllu í röð og reglu,
hitt að hún átti bros og gleði ekki síður en við, sem gengum í
glaðaljósi. Komur hennar og Gunnu frænku á Leirum voru vel
þegnar á æskubæ mínum, gilti einu, hvort gestirnir þeystu í hlaðið
á góðhestum eða komu gangandi beina leið austan ísilagðan Ós-
inn, í för þeirra var lífsgleðin söm og jöfn.
Eftir föðurmóður sína og alnöfnu, Margréti á Fit undir Fjöll-
um, hafði Margrét erft einn hlut, útskorinn trafalár, sem átti
sinn heiðursstað í stofunni í Berjaneskoti, og lárinn man ég eins
vel og eigandann allt frá fyrstu kynnum.
Fjölskyldan í Berjaneskoti flutti suður að Leynimýri við Reykja-
vík árið 1937, en þar var þá einn sonurinn, Björn Andrésson,
búinn að eiga heimili um nokkurn tíma. Nýr þáttur var hafinn
í lífi Margrétar frænku, jöfnum höndum hugsaði hún um heimili
aldraðra foreldra sinna og vann inni í borginni með blindu fólki.
Fyrst vann hún á vinnustofu Blindravinafélags íslands, en seinna
66
Goðasteinn