Goðasteinn - 01.09.1972, Page 73
Settust þá feðginin Sveinbjörn og Halldóra sitt við hvorn enda
borðs, sem stóð undir óbyrgðum glugga, og horfðu upp eftir
Frakkastígnum, því glatt tunglsljós skein, og sást vel til ferða
fólks. Þá sjá þau, hvar maður kemur ofan Frakkastíginn og virtist
mjög reikull í spori. Bjuggust þau við, að hann mundi detta á
hálkunni, en piltur stóð vel, þó hann slagaði leiðina. Þegar hann
nálgaðist Lindargötuna og þá einnig hús Sveinbjörns, sáu þau,
að hann var nágranni þeirra og mundi töluvert kenndur af víni.
Segir þá Sveinbjörn:
Þó að vindsvals vængjareið
vaxi um strindi frera,
Halldóra bætir þegar við:
karlinn syndir sína leið,
þó sýnist blindur vera.
Ekki man ég ártalið, en sunnudag einn að vetri gekk ég niður
í bæ. Það var brunagaddur. Þegar ég kom að Lindargötu 47, sá
ég, að gluggi hjá Sveinbirni var kolhrímaður. Ég fór inn. 1 eld-
húsinu var Þórkatla kona Sveinbjörns. Spurði ég, hvort heima væri
maður hennar. Sagði hún hann vera i herberginu sínu, en enginn
fengi að koma inn til hans. Þunnt panelþil var þarna á miili og
því hljóðglöggt inn til Sveinbjörns.
1 þessu kallaði Sveinbjörn og sagði mér að koma inn til sín.
Það var hans vani, er þannig stóð á. Gekk ég því inn og settist
við litla borðið í kompunni hjá honum. Þegar við höfðum setið
þarna litla stund, heyrum við, að maður kemur inn í eldhúsið
og spyr eftir Sveinbirni, hvort hann sé heima. Honum var sagt,
að Sveinbjörn væri heima en vildi engan inn til sín nema Harald,
sem sæti inni hjá honum. Maðurinn segir, að óhætt muni að tala
við Sveinbjörn gegnum hurðina og heilsar Sveinbirni og biður
hann að opna fyrir sér. Sveinbjörn segir mér að anza honum
ekki og opna ekki fyrir honum, en ég sat nær dyrunum.
Maðurinn heldur áfram að biðja að opna fyrir sér, svo ég
sting upp á því, að látið yrði að ósk hans. Sveinbjörn segir þá,
að ég geri það á mína ábyrgð. Opnaði ég því fyrir manninum.
Hann var í þykkum vetrarfrakka og kuldalega búinn. Hann fletti
Goðcbsteinn
71