Goðasteinn - 01.09.1972, Side 76
í höggi við Karl 5. keisara í Þýzkalandi. Þegar Kalvinstrúin tók
fyrir alvöru að eflast meðal borgarastéttarinnar í Frakklandi upp
úr miðri 16. öld, hóf konungurinn, sem var strangtrúaður á gamla
vísu, að ofsækja mcð báli og brandi alla þá, er tóku við hinum
nvja sið. Ofsóknir þessar báru ekki tilætlaðan árangur, enda var
konungur hvorki vitur né mikill stjórnandi. Þjóðin var líka þreytt
eftir langvarandi styrjaldir, fjárhagur ríkisins bágborinn og stjórn-
arkerfið í lamasessi.
Árið 1559, þegar friður var loks saminn milli Þýzkalands og
Frakklands, var svo komið í Frakklandi sakir útbreiðslu Kalvins-
trúar, að ekki var nema um tvær leiðir að velja. Annað hvort
varð að taka upp umburðarlvndi í trúmálum eða heyja borgara-
styrjöld. Og rétt í þessu andaðist Hinrik konungur. Þótt hann að
vísu hefði ckki verið líklcgur tii að leiða þjóð sína farsællega
fram úr þcim vandræðum, sem að steðjuðu. þá voru synir hans
þrír, er fylgdu honum hver af öðrum, milclu síður til þess fallnir,
því að þeir voru ungir að árum, líkamlega veikbyggðir og andlega
truflaðir. Enda fór svo sem við mátti búast, að óðar gaus upp
ófriður milli hinna fjölmörgu aðalsætta, og klofningurinn í trú-
málum gerði baráttuna mun illskevttari. Kalvinstrú breiddist eins
og fyrr segir upphaflega út meðal borgarastéttarinnar, en ekki
leið á löngu áður en allmargir aðalsmenn gengu hinum nýja sið
á hönd og fylgdu í því efni fordæmi stéttarbræðra sinna í Þýzka-
landi. Einkum jók það tilhneigingu aðalsins til að halla sér að
Kalvinstrú, að Anton konungur í Navarra og bræður hans tóku
við henni. Bræður þessir voru af Bourbonættinni, sem var hliðar-
grein af hinni ríkjandi Valois-ætt og stóð næst eftir konungsætt-
inni til ríkiserfða í landinu. Þá voru og áhrifamiklir forystumenn
Kalvinista þeir bræðurnir Kaspar og Frans Kolignv, og cinnig
þeir voru af aðalsættum. Meiri hluti aðalsins stóð þó með kon-
ungsættinni og hélt fast við fornan sið. Hertoginn af Guise var
cinn hinn óbilgjarnasti þessara stóraðalsherra og gerðist hann um
þessar mundir forsprakki kaþólskra manna i landinu.
Hertoginn af Guisc hafði komið ár sinni vel fyrir borð við
frönsku hirðina með því að hann gifti systurdóttur sína, Maríu
Stuart drottningu í Skotlandi, elzta syni Hinriks 2. í Frakklandi.
74
Goðasteinn