Goðasteinn - 01.09.1972, Side 80

Goðasteinn - 01.09.1972, Side 80
þau hryllilegu áform um að lama húgenottahreyfinguna svo í eitt skipti fyrir öli, að hún ætti sér ekki framar viðreisnarvon, með því að láta myrða alla leiðtoga þeirra og fyrirmenn, sem vegna hátíðahalda brúðkaupsins voru saman komnir í París um þessar mundir. Kaþólskir vinir ekkjudrottningarinnar tóku þessari uppá- stungu með mikilli gleði, en konungur var, þrátt fyrir ósjálfstæði sitt, lengi vcl tregur til að veita samþykki og tilskipun um svo níðingsleg glæpaverk. Móðir hans setti þá saman sögu um yfir- vofandi samsæri húgenotta og sagði Koligny flutaforingja vera forsprakka þess. Taugar konungs voru ekki sterkar og máttu ekki við þcssum áróðri. Lét því konungur um síðir undan og sam- þykkti að gefa út tilskipun um húgenottamorðin. Við það tæki- færi á þessi veikgerði unglingur að hafa hrópað að móður sinni og hertoganum af Guise: „Drepið þá, en drepið þá alla, svo að enginn þeirra verði eftir til að ákæra mig“. Þar með var ekkert lengur til fyrirstöðu og Katrín og hertoginn undirbjuggu óhæfu- verkin með svo mikilli leynd, að ekkert kvisaðist út um áform þeirra til húgenotta, sem uggðu ekki að sér. Aðfaranótt 24. ágúst, nóttina fyrir messu heilags Bartolo- meusar, skyldi látið til skarar skríða. Konungur sat skelfingu lostinn í höll sinni. Móðir hans vék ekki frá honum, talaði sífellt í hann kjark og hughreysti á alla lund. Klukkan var langt gengin þrjú og algjör kyrrð ríkti í borginni við Signu, þar sem allir virtust sofa svefni hinna réttlátu í húmi ágústnæturinnar. Senn skyldu morðin hefjast og enn hikaði konungur, þar sem hann sat í hnipri og svitnaði í angist. Móðir hans lagði þá fastar að honum en nokkru sinni áður og loks tókst henni að þvinga þenna veikgeðja ungling til að gefa skipun um að kirkjuklukkunum skyldi hringt, en það var hið ákveðna merki. Klukkan sló þrjú og andartaki síðar hljómuðu kirkjuklukkur út um alla borgina. Þá kom í ljós að ekki sváfu allir værum svefni, því að hvar- vetna spruttu vopnaðir morðingjar út úr fylgsnum sínum og hófust brátt hin æðislegustu manndráp. Morðingjar Kolignys voru fljótir á vettvang og varð hinn aldraði og særði leiðtogi meðal fyrstu fórnarlambanna í þessum hryðjuverkum. Hann hafði vaknað sem margir aðrir við kirkjuklukkurnar og gengið út að glugga 78 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.