Goðasteinn - 01.09.1972, Qupperneq 81
sínum til að skyggnast um. í sömu andrá var hurðinni hrundið
upp og inn ruddust skuggalegir böðlar. Einn þeirra hrópaði:
„Ert þú Kóligny?“ „Já, það er ég ungi maður, sýndu hærum
mínum virðingu“. En morðinginn sýndi Kóligny hvorki virðingu
né mannúð, heldur rak hann í gegn með svcrði sínu hvað eftir
annað. Síðan vörpuðu þeir kumpánar líki hans út um gluggann
og hrópuðu um leið út í náttmyrkrið: „Það er gert“.
I sama mund hófust hryðjuverkin um gjörvalla borgina.
Kaþólskir menn, sem undirbúið höfðu manndrápin, settu ljós
við glugga þcirra húgenotta, er myrða átti. Gengu þessir menn um
með hvítt band um handlegg og stjórnuðu sveitum morðingjanna.
Böðlarnir ruddust síðan inn i hús þau, er auðkennd höfðu verið,
og hjuggu og stungu alla mótmælendur, sem þar fyrirfundust.
Fjölmargir þessara ógæfusömu manna reyndu að forða sér og
þustu út úr húsunum, en voru þá drepnir á götunum. Varðmenn
stóðu á hverju horni og fvlgdust með hverri hreyfingu. Víða var
strætum lokað með ramgerðum hlekkjum til að torvelda flótta-
mönnum undankomu.
Strax og blóðbaðið var byrjað, missti hinn lítilsigldi konungur
alla stjórn á sér og varð sem óður. Hrópaði hann þá í sífellu
út um hallargluggana hvatningarorð til morðingjanna um að
ganga rösklega fram og öskraði: „Drepið þá, drcpið þá“. Sagt
cr einnig að hann hafi skotið á þá, sem hann sá rejma að bjarga
sér á flótta yfir ána. Um morguninn lágu líkin eins og hráviði
um alla borgina og skríllinn skcmmti sér við að draga þau eftir
götunum og varpa þeim síðan í Signu. Morðin í París héldu
áfram í þrjá sólarhringa samfleytt. Að þeim tíma liðnum ók
konungur með fríðu föruneyti um götur borgarinnar. Hann kom
þar sem múgurinn hafði hengt lík Kolignys á fótunum upn í
gálga. Byrjað var að slá í líkið og ýmsir af fylgdarmönnunum
sneru sér undan lyktinni með viðbjóði. Konungur gekk þá feti
framar og sagði: „Það lyktar alltaf vel af föllnum fjandmanni.'1
Jafnframt morðunum í París hófust hryðjuverk út um allt
land og þó einkum í bæjunum. Til voru þó þcir héraðsstjórar,
sem neituðu að hlýðnast skipunum um þessi manndráp og einn
þeirra skrifaði konungi sem svar við skipun hans: „Herra, ég
Goðasteinn
79