Goðasteinn - 01.09.1972, Page 82
hef skýrt íbúum borgarinnar og hermönnum setuliðsins frá fyrir-
mælum yðar og í ljós hefur komið að hér er að finna góða
borgara og hrausta hermenn, en ekki einn einasta böðul“. En
þessi landstjóri var aðeins einn af fáum, cr ekki hlýddu, og
skömmu síðar dó hann á dularfullan hátt. Flestir gerðu sem
konungur bauð.
I morðum þessum er talið að á milli 20 og 30 þúsund
húgenottar hafi verið drepnir í öllu landinu. Svo til allir aðal-
bornir foringjar þeirra höfðu fallið og var það með naumundum
að Hinrik af Navarra fékk borgið lífinu með því að játa í skyndi
kaþólska trú. Það tók hann að vísu ekki nærri sér, því að hann
átti til að bera miklu meira frjálsræði í trúmálum, heldur en
venja var á þessum tímum ofstækis og trúarhaturs. Sýndi hann
það við fjölmörg tækifæri.
í löndum mótmælenda fylltust menn skelfingu við tíðindin
um blóðbrúðkaupið í París og víðast hvar blöskraði fólki frarn-
ferði kaþólskra manna í Frakklandi. En Filippus konungur á
Spáni fagnaði þessum atburðum og átti vart nógu sterk orð til
að þakka Katrínu af Medici afrek hennar í þágu trúarinnar. Sagt
er að í það eina skipti hafi menn séð þenna alvörugefna þjóð-
höfðingja brosa. Páfinn í Róm varð einnig glaður og hrærður
vfir því að svo margir villutrúarmenn hefðu verið drepnir. Lét
hann syngja Te deum í hátíðarguðþjónustu og skjóta heiðurs-
skotum guði til dýrðar.
En hinn ungi og veiklaði konungur, Karl 9., sem að nafninu
til bar ábyrgð á ódæðisverkunum, átti ekki næðissama daga
ólifaða. Samvizkan þjakaði hann og skelfingar Bartólómeus-
næturinnar stóðu honum sífellt fyrir hugskotssjónum. Líf hans
varð sem samfelld martröð. Hann bókstaflega tærðist upp og dó
aðeins tveimur árum eftir þessa atburði, liðlega tvítugur að aldri.
Fjöldamorðin á húgenottum í París og víðar í Frakklandi
ágústdagana 1572 vöktu, svo sem við var að búast, viðbjóð og
skelfingu í löndum mótmælcnda. En Katrín af Medici hlaut
þakklæti og hlýjar kveðjur frá páfanum og Filippusi 2. á Spáni.
Reyndar lék þessi ítalska ekkjudrottning nokkuð tveimur skjöld-
um eftir atburðina. Frammi fyrir páfanum og kaþólsku þjóðhöfð-
80
Goðasteinn