Goðasteinn - 01.09.1972, Page 83

Goðasteinn - 01.09.1972, Page 83
ingjunum tók hún á sig alla ábyrgð á því, sem gerzt hafði og miklaðist af. En gagnvart Englandi bar hún sig öðru vísi að og lýsti þá yfir að morðin hefðu verið framin móti vilja hennar og í rauninni án hennar vitundar. Fjölmargir mótmælenda töldu víst að manndráp þessi hefðu verið ráðgerð og undirbúin löngu fyrir fram. Síðari tíma rann- sóknir hafa þó leitt í ljós, að svo muni vart hafa verið. Enda báru atburðirnir það með sér, að þar var um skyndiákvörðun að ræða, er tekin var í ofboði eftir hina misheppnuðu morðárás á Kolignv, og hrundið í framkvæmd í flýti og að lítt athuguðu máli. Víst má þó telja, að ekkjudrottningin hafi oft áður og um árabil hugleitt ráð til að leysa trúmáladeilurnar í landinu í eitt skipti fyrir öll með nógu róttækum aðgerðum. En það sýndi sig brátt, hvað sem Katrín af Mcdici kann að hafa haldið, að mótmælendahreyfingin í Frakklandi var ekki brotin á bak aftur og úr sögunni með hinum ógnarlegu mann- drápum. Hcldur reis nú þessi hreyfing máttugri og sterkari en nokkru sinni fyrr. Það voru einkum bogararnir, hin nýja stétt, sem tóku forystuna. Ný styrjöid brauzt út í landinu og margar borgir neituðu að taka við landstjórnarmönnum konungs og bju.ggust í þess stað til varnar. íbúarnir í La Rochelle, hinni frægu húgenottaborg, höfðu forystuna í þessari uppreisn. Og Hinrik af Navarra, sá er bjargað hafði lífinu með því að játa kaþólska trú í blóðbrúðkaupinu í París, varoaði henni óðar fyrir borð og gerðist á ný leiðtogi húgenotta. Það kom brátt á daginn að kaþólskir ofstækismenn voru þess alls ekki megnugir að stjórna ríkinu og láta eins og í því væru aðeins kaþólskir menn. Það var aðeins ári eftir blóðbrúðkaupið, sem ríkisstjórnin gafst upp við það áform sitt og tók upp samn- inga við húgenotta. Samið var um vopnahlé og fengu húgenottar að halda fyrra trúfrelsi að mestu óskertu. Árið 1574 andaðist Karl 9. konungur og kom þá þriðji bróð- irinn og eftirlætissonur Katrínar af Medici til valda. Nefndist hann Hinrik 3. og varð hann ekki til að bæta ástandið í iandinu, nema síður væri. Hann var að vísu geðugur maður í útliti og framkomu en nautnasjúkur með afbrigðum og svo vanstilltur, að Goðasteinn 81

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.