Goðasteinn - 01.09.1972, Síða 83

Goðasteinn - 01.09.1972, Síða 83
ingjunum tók hún á sig alla ábyrgð á því, sem gerzt hafði og miklaðist af. En gagnvart Englandi bar hún sig öðru vísi að og lýsti þá yfir að morðin hefðu verið framin móti vilja hennar og í rauninni án hennar vitundar. Fjölmargir mótmælenda töldu víst að manndráp þessi hefðu verið ráðgerð og undirbúin löngu fyrir fram. Síðari tíma rann- sóknir hafa þó leitt í ljós, að svo muni vart hafa verið. Enda báru atburðirnir það með sér, að þar var um skyndiákvörðun að ræða, er tekin var í ofboði eftir hina misheppnuðu morðárás á Kolignv, og hrundið í framkvæmd í flýti og að lítt athuguðu máli. Víst má þó telja, að ekkjudrottningin hafi oft áður og um árabil hugleitt ráð til að leysa trúmáladeilurnar í landinu í eitt skipti fyrir öll með nógu róttækum aðgerðum. En það sýndi sig brátt, hvað sem Katrín af Mcdici kann að hafa haldið, að mótmælendahreyfingin í Frakklandi var ekki brotin á bak aftur og úr sögunni með hinum ógnarlegu mann- drápum. Hcldur reis nú þessi hreyfing máttugri og sterkari en nokkru sinni fyrr. Það voru einkum bogararnir, hin nýja stétt, sem tóku forystuna. Ný styrjöid brauzt út í landinu og margar borgir neituðu að taka við landstjórnarmönnum konungs og bju.ggust í þess stað til varnar. íbúarnir í La Rochelle, hinni frægu húgenottaborg, höfðu forystuna í þessari uppreisn. Og Hinrik af Navarra, sá er bjargað hafði lífinu með því að játa kaþólska trú í blóðbrúðkaupinu í París, varoaði henni óðar fyrir borð og gerðist á ný leiðtogi húgenotta. Það kom brátt á daginn að kaþólskir ofstækismenn voru þess alls ekki megnugir að stjórna ríkinu og láta eins og í því væru aðeins kaþólskir menn. Það var aðeins ári eftir blóðbrúðkaupið, sem ríkisstjórnin gafst upp við það áform sitt og tók upp samn- inga við húgenotta. Samið var um vopnahlé og fengu húgenottar að halda fyrra trúfrelsi að mestu óskertu. Árið 1574 andaðist Karl 9. konungur og kom þá þriðji bróð- irinn og eftirlætissonur Katrínar af Medici til valda. Nefndist hann Hinrik 3. og varð hann ekki til að bæta ástandið í iandinu, nema síður væri. Hann var að vísu geðugur maður í útliti og framkomu en nautnasjúkur með afbrigðum og svo vanstilltur, að Goðasteinn 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.