Goðasteinn - 01.09.1972, Side 85
yrði með einhverjum ráðum að koma til móts við andstæðinga
sína. Hann átti til að bera töluverða slægð í stjórnmálum ásamt
þeim ágæta hæfileika að geta alltaf fundið málamiðlun í hverjum
vanda. Honum var ljóst að kaþólsk trú átti miklu meiri ítök í
þjóðinni en hinn nýi siður. Það var því ekki um aðra leið að
ræða út úr sjálfheldunni, ef Frakkland átti að öðlast frið og fá
dugandi forsjármann, sem það vissulega þarfnaðist eftir allan
ófriðinn og upplausnina, en að Hinrik gengi aftur hinni gömlu
trú á hönd. Það gerði hann líka um síðir og var hátíðlega skírður
til kaþólskrar trúar árið 1593. Árið eftir hélt hann svo inn í
Parísarborg sem viðurkenndur konungur í öllu landinu. Við það
tækifæri á hinn dugmikli ráðgjafi hans Sully að hafa sagt að
París væri þó alltaf einnar messu virði.
Segja má eftir þessi endalok að kaþólska kirkjan bæri sigur af
hólmi úr hinum grimmilegu og langvinnu trúarbragðaátökum. En
það var einnig jafnljóst að mótmælendatrúnni hafði ekki verið
útrýmt og hinn nýi konungur, sem nefndist Hinrik 4., gleymdi
ekki fyrri trúbræðrum og stríðsfélögum, heldur tryggði réttindi
þeirra á allan hátt.
Árið 1595 hafði Hinriki 4. tekizt að brjóta á bak aftur alla
andstöðu gegn sér í Frakklandi, sneri hann sér þá gegn hættulcgasta
óvini sínum erlendis og lýsti yfir stríði á hendur Spáni. Ófriður
sá varði í þrjú ár, og yfirburðir Hinriks og hers hans sannfærðu
kaþólska andstæðinga konungs heima í Frakklandi um að þeir
mættu vart vænta nokkurs stuðnings frá trúbræðrum sínum á
Spáni í framtíðinni. Frá fyrstu stundu konungdóms síns vann
Hinrik 4. markvisst að því að sætta hin stríðandi öfl í landinu
jafnframt því sem hann treysti konungsvaldið, en því hafði
hnignað geigvænlega á tímum borgarastyrjaldanna og á stjórn-
arárum hinna veikgerðu sona Katrínar af Medici. Hann gerði
sér ljóst, að hvggilegra væri að vinna forna fjendur til fylgis
við sig með góðu, en að láta þá sæta hörðum kostum. Hann
hcfndi sín aldrei á yfirbuguðum andstæðingum, heldur fyrirgaf
þeim og vingaðist við þá. Gjafir og embætti lét hann þeim í
té, er þiggja vildu, og kaþólskir menn voru eins velkomnir í
þjónustu hans og húgenottar. Með þcssum og öðrum ráðum ásamt
Goðasteinn
83