Goðasteinn - 01.09.1972, Síða 86

Goðasteinn - 01.09.1972, Síða 86
glaðværð, vingjarnlegri framkomu og mildi ávann hann sér traust og almennt fylgi, svo að jafnvel ungi hertoginn af Guise gekk von bráðar til liðs við hann. Árið 1598, eftir að stríðinu við Spán var lokið, gaf konungur út tilskipun um réttindi húgenotta. Lög þessi voru gefin út i borginni Nantes og ætíð kennd við þann stað. Þar segir að húgenottar skuli hafa fullkomið trúfrelsi og öll réttindi sem kaþólskir menn. Þeir skyldu mega halda guðþjónustur í öllum bæjum, þar sem þeir hefðu áður fengið leyfi til að starfa. Einnig heimilaðist þeim að halda guðþjónustur í útborgum annarra bæja svo og á aðalsmannasetrum í sveitum. Þá skyldu þeir greiða tíund eins og kaþólskir menn og í staðinn tækju prestar þeirra laun hjá ríkinu. Til að tryggja húgenottum þessi réttindi og önn- ur leyfði Hinrik konungur þeim að víggirða um 200 borgir og hafa herlið til varnar, þar sem þeir voru fjölmennastir. Ákvæðin um réttindi húgenotta fengu staðizt og voru hvar- vetna virt í landinu. Þar með var augljóst að konungsvaldið var aftur orðið sterkt í sessi. Hinrik 4. gerði sér líka ljóst að aðeins með sterku konungsvaldi var unnt að ráða bót á því, sem um langt skeið hafði farið aflaga í ríkinu. Hann dró því mjög úr valdi ríkisráðsins, aðalsmannanna, héraðsstjóranna og fleiri aðila og valdi menn í þjónustu ríkisins eingöngu eftir dugnaði þeirra og trúmennsku. Frægasti ráðgjafi hans var Sully hertogi. Hann beitti sér einkum að fjárhagslegri cndurreisn í landinu og varð furðu vel ágengt á skömmum tíma. Fyrst í stað lcituðust þeir konungur og Sully við að reisa landbúnaðinn úr rústum. Á styrj- aldarárunum höfðu stór landflæmi fallið í órækt og illgresið dafnaði þar, sem áður höfðu verið frjósamir akrar, garðar og tún. Það voru því ærin verkefni fyrir hcndi og bændum veitti ekki af hvatningu og aðstoð ríkisvaldsins. „Akuryrkjan er móður- brjóst landsins" sagði Sully og Hinrik konungur kvaðst stefna að því að bændur næðu brátt svo langt að þeir hefðu ráð á að láta hænu í pottinn á hverjum sunnudegi. Til hagræðis fyrir bændur var skylduvinna á aðalssetrunum mjög takmörkuð og aðalsmenn fengu ströng fyrirmæli um að hlífa ökrunum, þegar þeir geystust um landið í veiðiferðum. Verzlun með korn og vín var gefin 84 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.