Goðasteinn - 01.09.1972, Qupperneq 89
yfirgnæfandi meiri hluta þjóðarinnar að slíks eru fá dæmi í sögu
Frakklands og alls engin, þegar haft er í huga að hann varð árum
saman að berjast til ríkis og viðurkenningar. Til þessara vinsælda
hans lágu fjölmargar orsakir. Hann hafði bundið endi á borgara-
styrjöldina og friðað landið. Einnig hafði honum heppnast á ótrú-
lega skömmum tíma að rétta við efnahag og efla athafnalíf lands-
manna, svo að velmegun og almenn hagsæld blómstraði meira en
dæmi voru til áður. Þá hafði hann leiðrétt allt embættiskerfið og
upprætt misferli og lögleysur. Og hann sýndi svo frábært frjáls-
lyndi og sveigjanleik í trúmálum að slíkt var algjört einsdæmi
um þjóðhöfðingja og jafnvel mann í hvaða stöðu sem væri á
tímum formyrkvaðs ofstækis og trúarhaturs 16. og 17. aldar.
En það var miklu fleira, scm renndi stoðum undir óvenjulegar
vinsældir og ást þjóðarinnar á þessum dugmikla konungi. Ber
þar einkum að nefna alþýðlega framkomu hans, glaðværð og
karlmennsku. Einnig var hann glæsimenni í útliti og hinn riddara-
legasti í hvívetna, svo að konur hrifust mjög af honum og neytti
þessi Iífsglaði konungur þeirra yfirburða sinna í ríkum mæli. En
lítt skeytti hann um konunglegan skrúða og gekk að jafnaði svo
hirðuleysislega til fara, að engin leið var til að þekkja hann a
klæðnaði frá bændum og öðrum erfiðismönnum. Spunnust af þeim
sökum og öðrum margar sögur um konung. 1 einni slíkra sagna
segir frá því, er konungur var einu sinni sem oftar á gangi í
útjaðri borgarinnar. Mætti hann þá bónda, gaf sig á tal við hann
og spurði, hvert ferð hans væri heitið. Bóndi kvaðst ætla inn
í borgina og freista þess að fá að sjá kónginn, sem svo mikið
væri af látið. En gallinn væri bara sá, að hann vissi ekki hvernig
konungur liti út og mundi hann því eiga erfitt með að þekkja
hann frá öðrum mönnum. Það ættu ekki að verða nein vandræði,
sagði Hinrik 4. Gættu vel að, þegar þú sérð mann, sem hefur
hattinn á höfðinu, þegar allir aðrir taka af sér höfuðfatið, þá er
það konungurinn. Þeir urðu síðan samferða inn í borgina og
brá þá svo við að allir, scm þeir mættu, viku tii hliðar og tóku
ofan. Er þannig hafði gengið um hríð og sífellt fjölgaði höttum
á lofti, tók bóndinn að undrast og segir við förunaut sinn: ,,Ann-
ar hvor okkar hlýtur að vera konungurinn, því að það eru aðeins
Goðasteinn
87