Úrval - 01.12.1980, Blaðsíða 27

Úrval - 01.12.1980, Blaðsíða 27
LÍNANER MITTLÍF ■ 25 að stansa. Weitzmann gekk fram á miðja línu með jafnvægisstöng. Karl kom á eftir honum og hafði aðra hönd á öxl Weitzmanns til að halda jafnvæginu. Weitzmann beygði sig í hnjánum. Karl klifraði upp á bak hans og stóð á höndunum uppi á öxlunum á honum, og svo rétti Weitzmann úr sér. Þessi nýjung með mörgum tilbrigðum fór eins og eldur í sinu um Evrópu. Tveim árum síðar stofnaði Karl sinn eigin flokk ásamt eldri bróður sínum Hermanni og ungri konu. Hún var toppurinn ef svo má segja, hélt jafnvægi á stöng sem lá á öxlum Hermanns og Karls, meðan þeir gengu yfir línuna. Þegar hún fór frá þeim auglýsti hann starf hennar laust. Hann fékk aðeins eitt svar, frá Helen Kreis, táningi sem sýndi að hún átti vel heima á línunni — þokkafull. órugg og stöðug. Árið 1927 var Hinum miklu Wallendas boðið að sýna á Havana. Hápunktur sýningarinnar var þriggja hæða atriði: Hermann og ungur maður, Joe Geiger, höfðu stöng á milli sín. Karl stóð þar uppi á stól með Helen á öxlunum. John Ringling hreifst af atriðinu og bauð Karli samning með „Stórkostlegasta atriðií heimi’ ’. Karl skrifaði undir. ÆSILEGASTI ÞÁTTUR I sýningu þeirra var að þeir fjarlægðu öryggis- netin undan línunni, sem var í 12 metra hæð. Sýning svifrólu verður að hafa net strengt undir, því að mistök eru ekki óalgeng. En Karl hafði þá skoðun að net væri hættulegt fyrir þau. Línudansarar æfa að detta og vita hvernig þeir eiga að lenda á bakinu til að forðast slys. En fjögurra manna atriði gat ekki æft fall saman. Fólkið myndi detta hvert á annað í netinu og hrynjandi jafnvægisstengur, reiðhjól og stólar gætu slasað eða drepið. Netið veitti ekkert öryggi. Það var betra að treysta á leikni og fljóta hugsun í neyðartilfelli. KARL VAR 23 ára, þegar flokkur hans kom fram í Madison Square Garden í New York 1928. Þegar þau gengu út á 31 mm línuna þagnaði hljómsveitin og sölumenn hættu að pranga út vörum sínum. Eftir fimmtán mínútna sýningu upphófst mikið lófaklapp, fótastapp og blístur frá áhorfendum. Sýningarfólkið varð óttaslegið. í Evrópu þýddu þessi viðbrögð óánægju. Þau hneigðu sig í flýti og flúðu. Hávaðinn hélt áfram þar til sirkusstjórinn sagði við Karl: ,,Við getum ekki byrjað á næsta atriði fyrr en þið hafið hneigt ykkur.” ,,En hvað með blístrið?” spurði Karl. ,,Það á að lýsa hrifningu,” svaraði sirkusstjórinn. KARL REYNDI ALLTAF að koma áhorfendum sínum á óvart. Eitt sinn kraup Helen án jafnvægisstangar á herðum hans, þar sem hann stóð á stól sem vó salt á stöng sem lá á herðum tveggja manna á reiðhjólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.