Úrval - 01.12.1980, Blaðsíða 74
72
ÚRVAL
litlum ísfleti sem umkringdur var
hólum af ísflögum, lá sofandi selur
— öndunarvök hans var í þrjátíu
metra fjarlægð. Björninn lagðist
undir eins hljóðlega á ísinn og teygði
úr sérí fulla lengd.
Heimskautarefur, sem ætlaði sér að
bíða eftir leifunum af bráð bjarnar-
ins, birtist. Björninn virti refínn ekki
viðlits. hann teygði sig eins langt
fram og hann gat, skaut fram löngum
klónum og gróf þær hægt ofan í
ísinn. Þannig dró hann stóran líkarna
sinn fram næstum hljóðlaust. Refur-
inn, sem vissi að það gæti tekið björn-
inn margar klukkustundir að Ijúka
veiðinni, hringaði sig upp og sofnaði.
Þar sem selurinn svaf minna en
eina mínútu í einu huldi björninn
nef sitt með hramminum og rifaði
augun til þess að ekki sæist svartur
blettur á hvítum ísnum. Tvær
klukkustundir liðu. Björninn hafði
ekki skriðið nema fimm metra.
Þá vaknaði refurinn og hnerrað .
Um leið hrökk selurinn upp vg
hentist af stað í átt að öndunaropi'iu.
Björninn reis upp og hljóp yfír hól-
ana.
Björn og selur komu að o únu í
sömu andrá. Selurinn kastaði sér fram
og skaust ofan í opið. Björninn
lagðist flatur, rak kröftugan hramm-
inn ofan í vökina og slæddi dökkt
vatnið með útréttum dóm. Þær
rákust í hold og selurinn i ar veiddur.
Með öflugu átaki lyfí hann fórnar-
dýri sínu upp á yfirbor úð, með með-
fylgjandi vatnsgusum Dg brotnum ís.
Hann varð nú að bíða þess ör-
magna og kraftlaus eftir síðasta ör-
væntingarfulla át;;k veiðarinnar, að
kraftar hans endurnýjuðust. I fimm
mínútur beið hann, tennur hans voru
aðeins nokkra sentimetra frá starandi
augum selsins.
Fimm dögum síðar var björninn
kominn að hafísjaðrinum. Hann hafði
rifíð selinn í sig, með endurheimta
krafta hafði hann svo hraðað för sinni
og skilið leifarnar eftir handa refnum.
Hann var það nærsýnn að hann gat
ekki séð stóru eyjuna sem var rúmlega
sex ldlómetra fyrir framan hann. En
þegar hann stóð uppréttur og þefaði
fann hann þefinn af klettunum þar
sem sjófuglarnir verpa og svo, það
sem vakti æsinginn, hinn yfirþyrm-
andi þef af birnu.
Anægjan vall í honum. Hann
steypti sér kollhnís og rúllaði eftir
Isnum. Svo stakk hann sér, með
höfuðið fyrst, ofan í dökkt vatnið.
Hvítabirnir eru næstum bjargar-
vana í vatninu. Háhyrningar geta
hent gaman að þeim. Rostungar geta
rekið tennur sínar í björn á sundi og
drekkt honum. Skyndilega kom rost-
ungur upp við hlið bjarnarins, það
lak af tönnunum. Björninn sneri sér
og buslaði og sló vatninu til, nóg til
þess að fæla rostunginn frá, sem hvarf
ikafí blæstri og froðu.
I fjarska sigldu tvö segl hægt fram
fg aftur í vatninu: háhyrningar. En
björninn synti stöðugt og næstum
blindandi áfram, hann nálgaðist
strönd eyjarinnar óðum. Þá birtust