Úrval - 01.12.1980, Blaðsíða 26
Sigrar og sorgir
Karls Wallenda —
dáðasta línudansara
sirkussögunnar.
— Joseph P. Blank —
LÍNAN ER
MITT LÍF
$*•»*•* ELEN
-----'•'*'•
>K
\V
sU
H
Wallenda hvatti
eiginmann sinn Karl til
\t/
að hætta línudansi árið
•){íL__JviC- 1970, þegar hann var
vKJkkKvkík sextíu og fimm ára
gamall. Hún óttaðist um örvggi hans.
,,Það er margt annað sem þú getur
gert,” sagði hún.
,,Leyfðu mér að gera þetta svo
lengi sem Guð almáttugur leyfir,
elskan,” svaraði hann með þýskum
hreim. ,,Hann er þarna uppi með
mér.” Áður en hann steig út á
línuna, fékk þessi mesti snillingur
allra tíma á línunni sér alltaf dálítinn
mola af hörðum brjóstsykri (,,hann
hjálpar mér svo mér verði ekki
flökurt”) og sagði hljóðlega. ,,Góði
Guð ....
..Hvernig veistu þegar Guð almátt-
ugur segir þér að hætta? ’ ’
,,Þegar hann yfirgefur mig, veit ég
það,” svaraði Karl.
KARL WALLENDA fæddist 1905 í
Magdeburg í Þýskalandi. Fjölskylda
hans hafði verið akróbatar og
línudansarar í þrjá ættliði. Sex ára
kom hann fram með fjölskyldunni.
Fimm árum síðar kom hann fram á
smærri stöðum. Besta atriði hans var
að hlaða upp þrem stólum og standa
á höndunum á þeim efsta. Snemma
árs 1920 komst Karl í kynni við
línudansarann Louis Weitzmann,
sem kenndi honum að ganga á línu.
Weitzmann færði upp atriði með
Karli, sem fékk hjörtu áhorfenda til