Úrval - 01.12.1980, Blaðsíða 35

Úrval - 01.12.1980, Blaðsíða 35
BARÁTTAN VIÐ EITURLYFJASMYGLARANA 33 hann sást koma böggli fyrir til geymslu. Um tveggja vikna skeið héldu svissneskir lögreglumenn og menn úr bresku tollgæslunni leynilegan vörð um geymsluhólfið. Loks höfðu þeir erindi sem erfíði. Tveir menn komu að sækja böggulinn. Annarþeirra tók hann með sér í flug til London, þar sem hann var handtekinn á Gatwick flugvelli. Hinn var eltur, og leið ekki á löngu, uns upp komst um allan smyglhringinn og fíkniefni að verðmæti 300.000 pund gerð upptæk. Venjulegir tollgæslumenn vinna þó ekki síðra starf í baráttunni við eiturlyfjasmyglarana. Margir þeirra hafa þjálfað með sér eins konar sjötta skilningarvit í þessum efnum — þeir kalla það sín á milli ,,nef’ — og slíkir menn finnast í öllum 35 flughöfnum og 108 skipahöfnum Bretlands. Sumt virðist afar augljóst. ,,Ef atvinnulaus maður ferðast þrisvar sinnum á ári til Tangier, er vissara að hafa auga með honum,” segir til dæmis einn tollgæslumannanna á Heathrow. Eitt sinn spurði flugvallarstarfs- maður ungt par að því, hvaða erindi það ætti til Pakistan, og karl- maðurinn svaraði, að hann vonaðist til að fá starf þar. Samkvæmt vega- bréfi hans var hann barþjónn að atvinnu, svo að ekki virtust mikil líkindi til að hann fengi starf við sitt hæfí í landi, þar sem alkóhól ei bannfært. Nokkrum vikum síðar tóku tollgæslumenn á móti unga parinu, þegar það sneri aftur heim frá Pakistan. Það reyndist hafa í fórum sínum morfín að verðmæti 6.000 sterlingspund. Heróín milli jólakorta Oft hefur líka borgað sig að huga að klæðaburði manna. Tollgæslu- manni á Gatwick flugvelli virtist Nýsjálendingur einn klæðast óþægi- lega stórum stígvélum. Hugboð hans reyndist rétt. I stígvélunum fundust 869 grömm af kókaíni, andvirði 92.000 sterlingspunda. Frekari eftir- grennslan leiddi að lokum til fangels- unar höfuðpaurs alþjóðlegs kókaín- smyglhrings. Tollgæslumenn verða að hafa auga fyrir hinum ótrúlegustu felustöðum, þegar um eiturlyfín er að ræða. Nokkur dæmi: Holar krikketkylfur, aukahólf í hockeyhönskum, úðunar- brúsar af ýmsu tagi, jafnvel sultu- krukkur með földum hylkjum. Eitt sinn fannst heróín að verðmæti 300 pund falið milli jólakorta, sem flutt voru inn frá Austurlöndum. I annað sinn fundu tollgæslumenn sérkennilega lykt af hjólbörðum tveggja notaðra Volkswagen-bifreiða, sem komu með skipi frá Penang. I hjólbörðunum reyndist fólgið þvílíkt magn af kínversku heróíni, að nægt hefði öllum skráðum heróínneyt- endum í Bretlandi í heilt ár. Þar sem það er oft lyktin, sem kemur upp um felustaði eitur- lyfjanna, beita smyglarar öllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.