Úrval - 01.12.1980, Page 35
BARÁTTAN VIÐ EITURLYFJASMYGLARANA
33
hann sást koma böggli fyrir til
geymslu.
Um tveggja vikna skeið héldu
svissneskir lögreglumenn og menn úr
bresku tollgæslunni leynilegan vörð
um geymsluhólfið. Loks höfðu þeir
erindi sem erfíði. Tveir menn komu
að sækja böggulinn. Annarþeirra tók
hann með sér í flug til London, þar
sem hann var handtekinn á Gatwick
flugvelli. Hinn var eltur, og leið ekki
á löngu, uns upp komst um allan
smyglhringinn og fíkniefni að
verðmæti 300.000 pund gerð
upptæk.
Venjulegir tollgæslumenn vinna
þó ekki síðra starf í baráttunni við
eiturlyfjasmyglarana. Margir þeirra
hafa þjálfað með sér eins konar sjötta
skilningarvit í þessum efnum — þeir
kalla það sín á milli ,,nef’ — og
slíkir menn finnast í öllum 35
flughöfnum og 108 skipahöfnum
Bretlands. Sumt virðist afar augljóst.
,,Ef atvinnulaus maður ferðast þrisvar
sinnum á ári til Tangier, er vissara að
hafa auga með honum,” segir til
dæmis einn tollgæslumannanna á
Heathrow.
Eitt sinn spurði flugvallarstarfs-
maður ungt par að því, hvaða erindi
það ætti til Pakistan, og karl-
maðurinn svaraði, að hann vonaðist
til að fá starf þar. Samkvæmt vega-
bréfi hans var hann barþjónn að
atvinnu, svo að ekki virtust mikil
líkindi til að hann fengi starf við sitt
hæfí í landi, þar sem alkóhól ei
bannfært. Nokkrum vikum síðar tóku
tollgæslumenn á móti unga parinu,
þegar það sneri aftur heim frá
Pakistan. Það reyndist hafa í fórum
sínum morfín að verðmæti 6.000
sterlingspund.
Heróín milli jólakorta
Oft hefur líka borgað sig að huga
að klæðaburði manna. Tollgæslu-
manni á Gatwick flugvelli virtist
Nýsjálendingur einn klæðast óþægi-
lega stórum stígvélum. Hugboð hans
reyndist rétt. I stígvélunum fundust
869 grömm af kókaíni, andvirði
92.000 sterlingspunda. Frekari eftir-
grennslan leiddi að lokum til fangels-
unar höfuðpaurs alþjóðlegs kókaín-
smyglhrings.
Tollgæslumenn verða að hafa auga
fyrir hinum ótrúlegustu felustöðum,
þegar um eiturlyfín er að ræða.
Nokkur dæmi: Holar krikketkylfur,
aukahólf í hockeyhönskum, úðunar-
brúsar af ýmsu tagi, jafnvel sultu-
krukkur með földum hylkjum.
Eitt sinn fannst heróín að verðmæti
300 pund falið milli jólakorta, sem
flutt voru inn frá Austurlöndum. I
annað sinn fundu tollgæslumenn
sérkennilega lykt af hjólbörðum
tveggja notaðra Volkswagen-bifreiða,
sem komu með skipi frá Penang. I
hjólbörðunum reyndist fólgið þvílíkt
magn af kínversku heróíni, að nægt
hefði öllum skráðum heróínneyt-
endum í Bretlandi í heilt ár.
Þar sem það er oft lyktin, sem
kemur upp um felustaði eitur-
lyfjanna, beita smyglarar öllum