Úrval - 01.12.1980, Blaðsíða 106

Úrval - 01.12.1980, Blaðsíða 106
104 ÚRVAL sinn í dýpri hluta tjarnarinnar og fór á bólakaf. Hún var um það bil að tapa sér úr hræðslu og þar sem hún féll svo þunglega óttuðumst við það mest að viðkvæmir framfætur hennar hefðu brotnað. Ég hrópaði og öskraði á víxl, „Gerðu eitthvað!” En það var auðvitað vita vonlaust að Jock gæti dregið upp þriggja metra háan og 350 kílóa þungan gíraffa, og að stökkva út í til að hjálpa myndi aðeins verða túlkað sem árás. Daisy stóð grafkyrr, uppistand- andi, skelfingu lostin, sár og rennandi vot. Jock gekk hægt yfir að þeirri hlið tjarnarinnar, þar sem minnstur halli var, og talaði mjúklega til hennar á meðan. Hún tók tvö eða þrjú vandlega útreiknuð skref í áttina til hans og komst næstum að bakkan- um, en rann þá enn á ný. Ég var sannfærð um að nú hlytu allir fætur hennar að vera brotnir. Or hálfkrjúp- andi stöðu teygði hún sig fram og kom framfótum sínum í mjúkan jarðveginn fyrir utan tjörnina, en þar sem afturfæturnir runnu meira en nokkurn tíma, tókst henni ekki að komast upp. Að lokum, á meðan við fylgdumst með í algjörri kvöl, hallaði hún sér hægt fram, þannig að framhné snertu grasið. Þá, afar varfærnislega — það var eins og hún hefði hugsað þetta út — teygði hún annan aftur- fótinn fram þar til hann einnig var kominn upp á bakka tjarnarinnar, síðan hinn afturfótinn, og þarna rambaði hún í þessari krepptu stellingu á bakkanum. Með dáleið- andi rólegheitum línudansara rétti hún úr sér og stóð upp, rennvot og skjálfandi. Jock rétti henni gulrót. Hún stóð þarna í sólskininu og tuggði gulrótina hin ánægðasta, á meðan sólin þurrkaði hana. Ég hljóp upp í húsið og vermdi mjólk handa henni, sem hún drakk af mikilli áfergju. Að svo búnu, á meðan við hin vorum í raun enn skelfingu lostin, skundaði hún hin rólegasta yfir grasflötina, eins og svona nokkuð væri daglegt brauð. Af þessari fiski-tjarnarsögu lærðum við þrjá hluti. Daisy hafði getað tekið geysiþungu falli án þess að meiða sig hið minnsta, hún hafði, eftir að fyrsta skelfingin var afstaðin, tekið sjálfa sig saman í andlitinu og metið á yfirvegaðan hátt hvernig hún kæmist úr gildrunni og íjþriðja lagi tók það hana aðeins örfáar sekúndur, eftir að hún var sloppin úr prísund- inni, að verða eins og hún á að sér — miklu skemmri tíma en það tók okkur. Það hafði lengi verið venja okkar Jock að fá okkur kvöldgöngu í skóginum með Labrador-hundinum okkar Shirley Brown. Frá því að við gáfum Daisy frelsið fylgdist hún með. Allt í lagi með það, en þar sem það var þannig hjá henni að hún varð að finna til kunnugleikakenndar til þess að geta fundið til öryggiskenndar, þá var hún ekki lengur tilbúin til þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.