Úrval - 01.12.1980, Blaðsíða 120
118
ÚRVAL
Hér segir frá sumarleyfisóhappi, sem henti
Paulus Normantas, 55 ára gamlan litháískan
feröamann og vísindamann.
NÝR ROBINSONKRÚSÓ:
BANDINGI
VATNSINSÍ 55DAGA
- Paulus Normantas —
N'vkíT'AA G hef lengi verið heillað-
v;5 ur af Aralvatni. Þegar
'A' ég starfaði í sovésku Mið-
jjj Asíu, hafði ég tlogið yfir
það mörgum sinnum.
Mig hafði lengi dreymt um það að
sigla um það á báti og iðka þar
neðansjávarveiðar. En draumur minn
rættist ekki fyrr en 1978. Því miður
var eini frítlminn, sem ég átti yfir að
ráða, í lok mars, þegar enn er kalt við
Aralvatn. En ég leit svo á, að óhag-
stætt veður ætti ekki að vera reyndum
ferðamanni þötur um fót.
Vorlækir, myndaðir af leysingasnjó
í Pamírfjöllum, sem hleyptu vexti 1
Amu-Darja, flýttu för minni til þess
staðar þar sem sú kvísi fljótsins, sem
er lengst til hægri, fellur í Aralvatn.
Ég ráðgerði að sigla norður flóann í
átt til stærstu eyjarinnar í eyjaklasa,
sem ber hið undarlega nafn
Tailakjegen (þangað sem ársgamalt
úlfaldafolald synti). Landakortið
sýndi, að á eynni var fiskiþorp
Kasakja, er bar sama nafn. Ég taldi,
að ég gæti fengið ferskt vatn og skýli í
einhverju fiskimannstjaldinu, ef ég
varpaði akkerum þar, og siglt síðan
bátnum mínum um sund og ála miMi
hinna ótölulega mörgu eyja, þannig
að ég gæti veitt og rannsakað
vorkomuna í hinu einstæða Mið-
Asíulandslagi umhverfís vatnið. sem
liggurí miðri eyðimörkinni.
Á Aralvatni
Ég sigldi beitivind yflr flóann á 24
Y<
Y<
T
fc
vVV/ M/V/
✓*s ✓N >T\
— Úr Katcra i jakjtí —