Úrval - 01.12.1980, Blaðsíða 37
35
BARÁTTAN VIÐ EITURLYFJASMYGLARANA
mæti 7.5 milljón sterlingspund og
hefur breska tollgæslan hvorki fyrr né
síðar komist í jafnfeitt.
Laws og samstarfsmenn hans hlutu
samtals 34 ára dóm fyrir brot sín. En
þar með er ekki öll sagan sögð.
Upplýsingar, sem Laws lét lögregl-
unni í té, leiddu tii uppgötvunar 25
milljón punda virðis í heróíni í New
York og upprætingar meiri háttar
eiturlyfjahrings með 12 aðilum, sem
voru dæmdir 1 allt að tíu ára fangelsi
hver um sig.
„Margur eiturlyfjaneytandinn í
Bandaríkjunum á líf sitt að launa
hinum skarpskyggna tollgæslumanni
á Heathrow flugvelli,” er haft eftir
lögreglumanni í New York.
Kennarinn sigldi til Marokkó
Á sama tíma og Laws og félagar
hans hófu að afplána dóma sína, var
önnur aðgerð, sem tollgæslumenn
vonuðust til að bæri viðlíka árangur,
þegar komin í fullan gang. í mars
sama ár hafði höfuðstöðvunum borist
ábending um það, að Kenneth
Kitchen, kennari við listaskóla í
London, hefði átt grunsamlega oft
erindi til Marokkó.
Eftirgrennslan leiddi í ljós, að
Kitchen stóð í sambandi við mann,
sem lögreglan í Marokkó þekkti fyrir
smygl. Því var sett ströng gæsla á
Kitchen og fylgst með hverri hans
hreyfíngu.
Þar kom, að Kitchen fór til
Dartmouth, þar sem hann tók á leigu
haffæra snekkju, Cornish Lady, og
hlóð hana vistum til langferðar. Enda
þótt lítill vafi léki á tilgangi ferðar
Kitchens, var ekki vitað, til hvaða
hafnar í Bretlandi hann mundi að
lokum leita. Því var ákveðið að
fylgjast með tenglum hans í London.
Tveir þeirra, Mike Marsland bílasali
og vinkona hans, le'fdu rannsóknar-
mennina brátt til Exmouth, þar sem
þau höguðu sér á engan hátt öðruvísi
en venjulegir ferðamenn um
hásumar.
Eftir rúma viku bar þolinmæði
rannsóknarmannanna loks árangur.
Marsland tók á leigu bát, sem hann
hafði við festar á ánni. Augljóslega
var það ætlun Kitchens að sigla
Cornish Lady upp ána, flytja bann-
vöruna yfir í Maiati, en svo hét
báturinn, sigla því næst aftur út á sjó
og lenda með hreinan skjöld í
Dartmouth.
Á lögreglustöðinni í Exmouth vat
nú mikill viðbúnaður. Með aðstoð
myndsegulbands mátti fylgjast með
allri umferð um ána, og allt var til
reiðu jafnskjótt og Cornish Lady
kæmi í Ijós. Skömmu eftir miðnætti
5. ágúst komu skilaboð um, að
Cornish Lady væri komin inn í
ármynnið og stefndi upp ána.
Þeir eru bestir
Ljóslausir bílar óku upp með ánni
að þeim stað, þar sem Maiati beið, og
samæfður hópurinn dreifði sér á
hernaðarlega mikilvæga staði í
grenndinni. Einn þeirra lá í leðjunni
á árbakkanum svo nálægt Maiati. að