Úrval - 01.12.1980, Blaðsíða 105
GÍRAFFI SEM GÆLUDÝR
103
þessu fylgdi að okkar mati of mikil
ábyrgð. Auðvitað var þetta einnig
vandamál þegar hugsað er um það að
við vorum að reyna að undirbúa hana
til þess að hún gæti séð um sig sjálf.
Snemma morgun nokkurn síðla í
mars sagði garðyrkjumaðurinn Jock
að Tom, Dick og Harry hefðu í dögun
verið nærri kvínni, og að þeir væru
enn í skðginum þar nærri. Eftir
morgunverð teymdi Jock Daisy yflr á
opinn akur þar sem hann hélt að villtu
gíraffarnir kynnu að halda sig — og
innan örfárra sekúndna rak Dick
höfuð sitt út á milli trjáa 1 aðeins
fimm metra fjarlægð. Lengra í burtu
gengu Tom og Harry út á akurinn.
Eftir tvær til þrjár mínútur byrjaði
Dick að jórtra — og var hann með því
að sýna ffam á sinn eigin taugastyrk —
og Daisy byrjaði að narta í lauf. Ofur-
hægt gekk hún til gamla nautsins og
þegar hún var aðeins í metra fjarlægð,
stansaði hún til að narta að
nýju í lauf. Dick fylgdist með henni
af fullri athygli. Þá beygði hann
höfðuð sitt — hann gnæfði í raun yfir
hana tvöfalt hærri, rak slðan í hana
höfuðið og þefaði af henni. Þau
nudduðu mjúklega saman nefjum.
Síðan sneri hann við og fór.
Nú nálgaðist Harry, og Daisy færði
sig í átt til hans. Höfuð hennar náði
varla upp að makka hans. Ef gíraffa-
nautin ætluðu að hafna Daisy, þá
myndi það gerast núna. Myndi einn
af þessum risavöxnu hófum sparka
henni til jarðar? í um það bil 13
sekúndur stóð Harry hreyfíngarlaus.
Þá, afar blíðlega, beygði hann höfuð
sitt niður til að snerta snoppu hennar
og þefa af henni. Eftir kannski eina
mínútu sneri hann við og gekk aftur
til Tom.
Við höfðum lengi velt fyrir okkur
hver niðurstaða þessa fundar yrði.
Daisy gat nú valið hvort hún vildi
flytja inn í skóginn til villtu gíraff-
anna eða snúa aftur til okkar. Þeir
stönsuðu, sneru sér við litu á Daisy
eins og þeir vildu segja, ,,Ertu að
koma?” Daisy horfði á þá — hljóp
síðan og faldi sig fyrir aftan Jock eins
og barn gerir gjarnan við móður sína
þegar ókunnugir nálgast.
Eltingaleikur
Fyrsta apríl fór Daisy í sund — í
fyrsta og síðasta sinn vonum við. Eftir
hádegisverð sátum við Jock við tjörn
sem einu sinni hafði verið fiskitjörn.
Við höfðum nýlega fyllt hana til þess
að sjá hvort hún héldi vatni. Daisy
kom auga á okkur frá hinum enda
garðsins. Hún kom að tjörninni og
glennti út framfæturna til þess að
teygja sig niður og drekka vatnið. Þar
sem hún náði ekki nógu langt reis
hún upp og áður en við gátum
nokkuð að gert lagði hún af stað út í.
Þá, með gífurlegum gusugangi,
missti hún fótanna og féll með hroða-
legum dynk. Hún klöngraðist aftur á
fæturna og reyndi að komast upp úr
tjörninni, en rann aftur til. Nú
reyndi hún að koma í áttina til okk-
ar — en féll enn um koll — í þetta