Úrval - 01.02.1982, Page 85

Úrval - 01.02.1982, Page 85
NAFNLAUS FANGI — NÚMERSLAUS KLEFI 83 Þetta þýðir að ég verð að sofa sitjandi. Ævin líður meðan á þessu stendur — hve lengi? — hvort sem ég stend eða sit. Á klefanum er stálhurð með opi sem rétt dugar til þess að augun sjást í gegnum það. Vörðurinn hefur fyrir- skipun um að gæta þess að það sé lokað. Ljós kemur inn um litla rifu. Þetta er eina loftræstingin og ljós- gjafínn, dauf glæta, nótt og dag. Ég sakna gamla klefans míns — hvar var hann? — því þar var gat sem ég gat pissað og kúkað í. Hérna verð ég að kalla á vörðinn til að komast á klósettin. Það er flókið mál. Verðirnir verða að opna dyrnar að ganginum þar sem klefinn minn er, læsa þeim aftur að innanverðu, tilkynna að nú muni þeir opna klefann minn (svo ég geti snúið mér undan), binda fyrir augun á mér, leiða mig á klósettið og aftur til baka, læsa á sama hátt og fara. Stundum skemmta þeir sér við að segja mér að ég standi hjá klósettinu þegar það er ekki satt. Eða haga því svo til að ég stígi ofan í rásina. Loks þreytast þeir á þessum leik og hætta að ansa þegar ég kalla. Ég pissa á mig. Svo verð ég að fá sérstakt leyfi til að fá fötin mín þvegin. Ég bíð í klefanum, nakinn, þangað til þau koma aftur. Það tekur marga daga, þeir segja að það sé af því það rigni. Einangrun mín er svo yfír- þyrmandi að ég kýs að trúa því sem mér er sagt. Aginn meðal varðanna er ekki sérlega góður. Oft kemur einhver þeirra með mat án þess að binda fyrir augun á mér. Þá get ég séð andlit hans. Hann brosir. Verðirnir þreytast á starfí sínu því þeir verða einnig að annast pyntingar og yfírheyrslur í þessum leynifangelsum sem argen- tínski herinn rekur. Á hinn bóginn eiga þeir rétt á hlutdeild í ráns- fengnum úr hverri handtöku. Einn varðanna er með úrið mitt. Annar bauð mér sígarettu og kveikti í henni með kveikjara konu minnar. Núna í kvöld hundsar vörðurinn reglurnar og skilur gægjugatið á hurðinni eftir hálfopið. Ég get séð að minnsta kosti tvennar aðrar dyr. Allan heiminn. Hvílíkt frelsi! Ljósið í ganginum er sterkt. Ég blindast um stund og hörfa en ræðst síðan með áfergju að gatinu aftur. Ég hef svo lengi verið sviptur fjarlægðar- og hlutfallaskyni að mér fínnst ég hafí verið leystur. Allt í einu rennur það' upp fyrir mér að gægjugatið á hurðinni á móti er líka opið og þar er auga á bak við. Mér bregður. Þeir hafa egnt gildru fyrir mig. Það er bannað að horfa gegnum gægjugatið. Ég hörfa og bíð en held svo aftur að hurðinni. Hann fer eins að. Alla þessa löngu nótt sem við áttum saman varstu faðir minn, sonur, vinur. Eða ertu kona? Þú blikkaðir. Ég man svo greinilega að þú blikkaðir. Og þessi snögga hreyfing sannaði svo ekki varð um villst að ég var ekki síðasti lifandi maðurinn á jörðinni, í þessum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.