Úrval - 01.04.1983, Side 31
ÆVINTÝRIOFFENBACHS
29
Napóleoni III, til valda. Hann var
utangarðsmaður sem hafði búið
mestalla ævina í Sviss, Þýskalandi og
á Ítalíu.
Nýsköpuð hirð hans hafði auga
fyrir keisaralegu prjáli og ,,joie de
vivre”, og París varð höfuðborg
skemmtanalífs heimsbyggðarinnar.
Tónlist Offenbachs, sem líka var að-
komumaður, var síðar kennd við
glæsilegt annað keisaradæmi
Napóleons.
Offenbach var ráðinn hljómsveitar-
stjóri við Comédie-Francaise og þar
kynnti hann oft eigin tónsmíðar.
Meðal aðdáenda hans var hálfbróðir
keisarans, greifinn af Morny. Með
aðstoð Mornys keypti Offenbach lítið
leikhús við hliðina á Iðnhöllinni þar
sem fyrirhugað var að halda heims-
sýninguna 1855. Leikhúsið hét
Bouffes-Parisiens.
Eftir óhemjulega vinnu við endur-
nýjun leikhússins hafði Offenbach
aðeins þrjár vikur til þess að semja
tónlistina, skipa í hlutverk og æfa
fyrir frumsýninguna 5. júlí 1855. Á
efnisskránni voru forleikur, látbragðs-
leikur, gamanópera og ádeiluverk.
Sumt af efninu átti hann í
handraðanum — valsa, ástarsöngva
og brot af lögum sem hann átti ónot-
uð. En Offenbach þurfti að finna
snjallan leikhúsmann til þess að setja
þessi brot saman.
Hann hafði einhvern pata af
Ludovic Halévy, vonsviknu ungu
leikskáldi, og geystist inn á ríkisskrif-
stofuna þar sem Halévy vann og sagði
honum að þeir yrðu að byrja að skrifa
eins og skot. Halévy samþykkti það
glaður í bragði — og þar með hófst
tuttugu ára samstarf þeirra.
Háu tónarnir
í aðalkarlhlutverkunum í verkum
Offenbachs voru úrvalsgamanleikarar
en í kvenhlutverkunum voru leikkon-
ur sem voru góðum kostum búnar
bæði hvað snerti rödd og annað. Það
var mest að þakka Hortense Schneid-
er, rauðhærðri fegurðardís í aðalhlut-
verkinu, að Töfrafiðlan, fyrsta
uppsetning Offenbachs þar sem í
verulega mikið var ráðist, sló í gegn.
Eftir það var pínulitla Bouffes-leik-
húsið troðfullt á hverju kvöldi.
Þegar heimssýningunni lauk hálfu
ári síðar fann Offenbach annað leik-
hús sem hann kallaði líka Bouffes-
Parisiens. Nýjar uppsetningar tóku
við hver af annarri: Ba-ta-clan,
Madame Papillon og La Rose de
Saint-Flour en það var fyrsta verkið
sem Offenbach kallaði óperettu.
Hann fór með gestaleik til Lundúna, í
St James-leikhúsið, og hafði af því
mikla ánægju að Viktoría drottning
lét 1 ljós sérstaka ósk um að sjá sýn-
ingu Bouffes-hópsins. Sýningarnar
urðu svo vinsælar að framlengja varð
leikferðina úr tveimur vikum í sex.
Skipt um laglínu
Þótt Offenbach væri snillingur í
leikhúsinu þá var hann lítill fjármála-
maður og eyddi meiru í uppsetningar