Úrval - 01.04.1983, Síða 31

Úrval - 01.04.1983, Síða 31
ÆVINTÝRIOFFENBACHS 29 Napóleoni III, til valda. Hann var utangarðsmaður sem hafði búið mestalla ævina í Sviss, Þýskalandi og á Ítalíu. Nýsköpuð hirð hans hafði auga fyrir keisaralegu prjáli og ,,joie de vivre”, og París varð höfuðborg skemmtanalífs heimsbyggðarinnar. Tónlist Offenbachs, sem líka var að- komumaður, var síðar kennd við glæsilegt annað keisaradæmi Napóleons. Offenbach var ráðinn hljómsveitar- stjóri við Comédie-Francaise og þar kynnti hann oft eigin tónsmíðar. Meðal aðdáenda hans var hálfbróðir keisarans, greifinn af Morny. Með aðstoð Mornys keypti Offenbach lítið leikhús við hliðina á Iðnhöllinni þar sem fyrirhugað var að halda heims- sýninguna 1855. Leikhúsið hét Bouffes-Parisiens. Eftir óhemjulega vinnu við endur- nýjun leikhússins hafði Offenbach aðeins þrjár vikur til þess að semja tónlistina, skipa í hlutverk og æfa fyrir frumsýninguna 5. júlí 1855. Á efnisskránni voru forleikur, látbragðs- leikur, gamanópera og ádeiluverk. Sumt af efninu átti hann í handraðanum — valsa, ástarsöngva og brot af lögum sem hann átti ónot- uð. En Offenbach þurfti að finna snjallan leikhúsmann til þess að setja þessi brot saman. Hann hafði einhvern pata af Ludovic Halévy, vonsviknu ungu leikskáldi, og geystist inn á ríkisskrif- stofuna þar sem Halévy vann og sagði honum að þeir yrðu að byrja að skrifa eins og skot. Halévy samþykkti það glaður í bragði — og þar með hófst tuttugu ára samstarf þeirra. Háu tónarnir í aðalkarlhlutverkunum í verkum Offenbachs voru úrvalsgamanleikarar en í kvenhlutverkunum voru leikkon- ur sem voru góðum kostum búnar bæði hvað snerti rödd og annað. Það var mest að þakka Hortense Schneid- er, rauðhærðri fegurðardís í aðalhlut- verkinu, að Töfrafiðlan, fyrsta uppsetning Offenbachs þar sem í verulega mikið var ráðist, sló í gegn. Eftir það var pínulitla Bouffes-leik- húsið troðfullt á hverju kvöldi. Þegar heimssýningunni lauk hálfu ári síðar fann Offenbach annað leik- hús sem hann kallaði líka Bouffes- Parisiens. Nýjar uppsetningar tóku við hver af annarri: Ba-ta-clan, Madame Papillon og La Rose de Saint-Flour en það var fyrsta verkið sem Offenbach kallaði óperettu. Hann fór með gestaleik til Lundúna, í St James-leikhúsið, og hafði af því mikla ánægju að Viktoría drottning lét 1 ljós sérstaka ósk um að sjá sýn- ingu Bouffes-hópsins. Sýningarnar urðu svo vinsælar að framlengja varð leikferðina úr tveimur vikum í sex. Skipt um laglínu Þótt Offenbach væri snillingur í leikhúsinu þá var hann lítill fjármála- maður og eyddi meiru í uppsetningar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.