Þroskaþjálfinn - 1998, Qupperneq 12

Þroskaþjálfinn - 1998, Qupperneq 12
I Iættuni að mennta fólk til proskapj álf astarf a! * I Fréttamola Þroskaþjálfafélagsins í vetur var enn einu sinni minnst á þörf stéttarinnar fyrir að skilgreina sig. Marka sér bás, finna sér starfsvett- vang? Hvernig stendur á því að þroska- þjálfar þurfa einir stétta stöðugt að vera að skilgreina sig? A þess- um 20 árum sem ég hef tilheyrt stéttinni hefur hún æ ofan í æ verið að skilgreina sig. Meira að segja hafa verið haldnar ráðstefn- ur til þess að skilgreina hana. Getur verið að eitthvað sé bogið við þetta? Getur verið að nú sé kominn tími til að staldra við og spyrja annarra spurninga? Eru þroskaþjálfar yfirleirt nauð- synlegir í dag? Það er sárt að spyrja þegar maður óttast svarið. En reynum að bera okkur vel, kyngja, lyfta hök- unni og spyrja hátt og snjallt, er þörf fyrir okkur?!! Það er ekki ó- hugsandi að margir þroskaþjálfar kæmust að þeirri niðurstöðu að þau störf sem við höfum haft með höndum síðustu áratugi, geca aðrar stéttir gert jafn vel, (jafnvel betur?). Eg er á þeirri skoðun að ekki ætti að halda áfram að mennta fólk til þroska- þjálfastarfa, heldur gera þá kröfu að þær stéttir sem sjá um uppeldis- og menntamál í landinu verði betur menntaðar og sjái framvegis sóma sinn í því að annast uppeldi og menntun þroskaheftra sem annarra þegna þessa lands. Þetta er jafnrétt- iskrafa! Nú er komið að því að berjast fyrir því að þroskaheftir njóti þjón- ustu sömu stétta og aðrir þegnar landsins. Eg er ekki í nokkrum vafa um það að þroskaþjálfar geta þakkað sér það öll- um stéttum fremur að málefnum þrokahefcra sé svo vel komið í landinu sem raun ber vitni. Þeir hafa staðið vörð, fylgst með, verið framsæknir og ósérhlífnir. Þeir hafa einskis látið ó- freistað að reyna nýjar leiðir, miðlað öðrum því sem þeir kunna og verið í ára- tuga sókn fyrir hönd skjólstæðinga sinna í öllum kerfum sam- félagsins. Við getum því borið höfuðið verulega hátt, horft yfir verk okkar og kvart með reisn. Það er ekkert lúpulegt við það, en það er lúpulegt að mála sig sjálfur inni í horn. Hvað á ég við með því? Jú, það var sú tíð að engin stétt sinnti þroskaheftum eða kunni nokkuð til verka við upp- eldi og menntun þeirra nema þroska- þjálfar. Nú er svo komið að áhugi ann- arra stétta á þroskaheftum hefur auk- ist gífurlega og sést það best á því að bæði kennarar og leikskólakennarar halda árlega mörg námskeið um meðferð þroskaheftra barna og ungmenna, fyrir utan það að sérkennurum hefur fjölgað ört. Æ fleiri úr þessum stéttum verða vel að sér og mjög vel hæfir til starfans. Þeir eru að auki á heimavelli sínum, þ.e. í því starfsumhverfi sem tilheyr- ir þeirra stért. Þar komum við að öðrum vanda þroskaþjálfastétt- arinnar. Þroskaþjálfar eru hvergi á heimavelli. Þeir eiga í raun hvergi óskoraðan rétt, hvað sem öll lögverndun segir. Þeir hafa oftar en hirt kvartað undan því að vera hafðir útundan í samstarfinu við aðrar séttir, á heimavelli þeirra stétta. Stofn- anir fyrir þroskahefta er sá staður sem þroskaþjálfar hafa getað sagt með nokkrum rétti að væri þeirra heima- völlur. En hvað er að gerast á þeim vígstöðvum? Það er óðum verið að leggja þær niður!! fcigum við virLiJeg'a að kalcla áfram eins og' ekkert liafi í skorist? k w 12 Þroskaþjálfaíélag í s I a n d s

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.