Þroskaþjálfinn - 1998, Page 23
„Yi iinan a llt aí
veitt mér á næg'jn
U
ann 12. desember 1997 á árs-
fundi Ríkisspítalanna var Kristjönu
Sigurðardóttur þroskaþjálfa veitt við-
urkenning fyrir störf sín á Endurhæf-
ingar og hæfingardeild Landspítalans
í Kópavogi.
Viðurkenning þessi
var tilefni þess að við
undirritaðar fórum á
fund Kristjönu og
ræddum við hana um
störf hennar og
reynslu.
Sellan á “hælinu”
Kristjana útskrifaðist
sem gæslusystir árið
1962. A þeim tíma fór
námið fram á Kópa-
vogshæli Nemarnir
voru í launuðu starfs-
námi, nám og vinna
var samfléttað.
Nemar bjuggu þá á
hælinu og fyrstu 2
mánuði námstímans
bjó Kristjana í svokallaðri Sellu. I Sell-
unni var steyptur bekkur með dýnu í
og gæjugat á hurð. En við þessar að-
stæður bjuggu sumir íbúar á hælinu.
Þessi lífsreynsla var henni mikilvæg
og hefur haft mótandi áhrif á störf
hennar og hugarfar gagnvart fötluðu
fólki alla tíð síðan hún bjó með þeim.
Komið víða við
A “hælinu” starfaði Kristjana ein-
göngu með fullorðnu fólki en hafði
hug á að kynnast starfinu frá öðru
sjónarhorni. Eftir að námi lauk hóf
hún störf á Lyngási (1963). Þar var
hún í 2 ár og tók þátt í uppbyggingu
starfsins þar.
Árin liðu og Kristjana vann hin ýmsu
þroskaþjálfastörf samhliða því að
stofna fjölskyldu. Árið 1983 tók hún
að sér að vera afleysingakennari í Safa-
mýrarskóla og ílentist þar næstu 2
árin. Þá leitaði hugurinn á ný til
Kópavogshælis.
Guðmundur G. Þórarinsson, formabur stjórnarnefndar Ríkisspítalanna og Kristjana.
Ljósmynd: Ljósmyndastofa Landsspítala.
Kristjana hefur því víðtæka reynslu en
lengst af hefur hún starfað á Kópa-
vogshæli.
Fyrstu skref til breyttrar
búsetu
Kristjönu fannst alltaf aðalgallinn við
stofnanir fyrir fatlaða vera hve stórar
þær voru og margir sem bjuggu þar.
Árið 1986 brann deild 8 á Kópavogs-
hæli og íbúarnir voru húsnæðislausir.
Þá bauðst Kristjönu að flytja með
deild sem var í blokkinni svokallaðri í
lítið hús sem var á lóðinni. Gera þurfti
“húsið” mikið upp. Þar bjuggu síðan
fimm einstaklingar og nutu meira
sjálfræðis.
Þegar hún lítur til baka finnst henni
að þessi flutningur og það sem hann
leiddi til hafi verið árangurríkasti
hluti starfsins. Hún sá að við þessar
breytingar varð líf þessara einstak-
linga allt annað og betra. Framkoma
og hegðun breyttist til hins betra án
þess að neinum sér-
stökum aðgerðum
væri beitt.
Réttindi fatlaðra
Að því kom svo árið
1989 að Kristjana
varð að gera það upp
við sig, hvort hún
yrði að hætta starfi
sínu sem þroskaþjálfi
sökum gigtar sem
herjaði þá orðið á
hana. Hún telur mik-
ilvægt ef maður ætlar
að starfa sem þroska-
þjálfi þá verði maður
að vera vel virkur.
Starf inn á heimilis-
einingu reyndist
henni orðið erfitt.
Henni bauðst þá að taka að sér umsjón
með einkafé heimilismanna á Kópa-
vogshæli. Ríkisendurskoðun taldi að
æskilegast væri að þroskaþjálfi með
bókhaldsþekkingu gengdi þessari
stöðu. I þessari stöðu er Kristjana enn
f dag. Hún hefur þróað m.a. upp nýjar
vinnureglur við umsýslu vasapening-
anna. Hún gætir einnig hagsmuna
íbúa varðandi önnur fjármál. Hún tel-
ur mikilvægt að allir sem starfa með
fötluðum þekki vel lög sem snerta
réttindi þeirra t.d. lögræðislögin og
lög um félagsþjónustu sveitafélaga.
Henni finnst þetta eiga að vera inní
náminu.
I
23