Þroskaþjálfinn - 1998, Síða 25

Þroskaþjálfinn - 1998, Síða 25
Yiirtaka sveita- stjórna á málefn- um fatlaára - klutverk |rroska|rjálfa P J—j nginn veit ennþá hvernig staðið verður að yfirtökunni 1999 og er sú vinna í gangi núna. Hvort það tekst veit enginn en tíminn er orðinn stutt- ur. Það eru mörg mál sem vert er að hafa áhyggjur af bæði fyrir okkar hönd og okkar skjól- stæðinga, t.d hvaða stefna verður tekin varðandi ný lög um félagsþjónustu sveitarfé- laga, rammalög eða réttinda- lög, hvernig á að útdeila pen- ingunum, höfðatala sveitarfé- laga eða á einstakling og hvernig ætla sveitarfélög sem ekki hafa félagsþjónustu að bæta þessari þjónustu ofan á ekki neitt og svona mætti lengi telja. Um áramótin 1996-1997 tók Akur- eyri við þjónustu við fatlaða fyrir allt Eyjafjarðarsvæðið. Fljótlega var ákveðið að ganga alla leið, þ.e. ekki búa til sérdeild málefna fatlaðra innan kerfisins heldur ganga út frá þeirri hugmyndafræði að allir eiga að sækja þjónustu á sama stað og því var starfsemi Svæðisskrifstofunn- ar innlimuð í þá félagsþjónusta sem til var og málefnið dreifðist á 3 deild- ir innan Félags- og heilsugæslusviðs. Sambýli, skammtímavistun, önnur búseta og frekari liðveisla tilheyra nú því sem áður var öldrunarþjónusta og heitir nú Búsetu- og öldrunardeild. Þar var dvalarheimili fyrir aldraða, sambýli fyrir aldraða og heimaþjón- usta. Auk þessa fór 1 stöðugildi ráð- gjafa við sambýli frá Svæðisskrifstofu á þessa deild. A Ráðgjafardeild - fyrrum Félags- málastofnun, fóru 2,7 stöðugildi, 1 staða félagsráðgjafa, 70% staða sál- fræðings og 1 staða deildarstjóra leik- fangasafns. Ný deild var stofnuð í kringum at- vinnumiðlun, Atvinnudeild, og undir hana heyra verndaður vinnustaður, endurhæfingarvinnustaður og hæf- ingarstöð. Einnig 1 staða í atvinnu- leit fyrir fatlaða. Allar þessar deildir heyra undir félags- málastjóra Félags- og heilsugæslu- sviðs en nýtt Fræðslu- og frístunda- svið sér um rekstur grunnskóla og skólavistunar, rekstur og ráðgjöf við leikskóla og íþrótta og tómstunda- mál. Allt er þetta í sama húsinu þannig að nálægðin er mikil. Þetta átti allt saman að verða til þess að gera þjónustuna einfaldari fyrir neytandann og er það nú þegar fyrir nokkurn hóp, en t.d. fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra er kerfið allt of flókið og erfitt að átta sig á því hvert á að leita. En hvernig standa þroskaþjálf- ar x öllu þessu brölti. A Búsetu og öldrunardeild vinna nokkr- ir og eru allir að ég held for- stöðumenn sambýla/skamm- tímavistunar. Forstöðumaður frekari liðveislu var þroska- þjálfi, en er í árs leyfi. A At- vinnudeild eru þroskaþjálfar á hæfingarstöð. A Ráðgjafar- deild er ég eini starfandi þroska- þjálfinn en það ber að minna á það að við rekum engar stofnanir og stöðu- gildi fá. Og þar er kominn sá vettvangur sem ég þekki best og ætla að segja nokkur orð um. Uppbygging félagsþjónustu sveitarfé- laga er mjög mislangt á veg komin eftir landssvæðum. Starfsemi ráðgjafarþjónustu fyrir fatl- aða þarf að vera útleitandi, hún þarf að halda utan um fjölda fatlaðra og sjá fram í tímann hvaða þjónustu þarf að byggja upp. Hún er til staðar fyrir Þroskaþjálf af élag 25

x

Þroskaþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.