Þroskaþjálfinn - 1998, Qupperneq 29

Þroskaþjálfinn - 1998, Qupperneq 29
sterkari stoðþjónustu, þá á ég við heimaþjónustu, liðveislu, skamm- tímavist, o.fl. Þessi þjónusta verður að vera miðuð við þarfir einstakling- anna. Þroskaheftur einstaklingur sem býr einn í íbúð þarf kannski ekki á því að halda að heimilishjálpin komi og skúri fyrir hann heldur að hún aðstoði hann við að skúra. Tómstundir: Tómstundaþjónusta er mjög lítil og illa skipulögð. Eftir- lit með þeim sem veita hana er nær ekkert og bendi ég þar sérstaklega á sumardvöl fyrir þroskahefta sem ýmsir aðilar hafa boðið upp á og virð- ast margir hugsa sem gróðavænlegan atvinnurekstur, en ég held að við þroskaþjálfar vitum að fatlaðir eru ekki hópur sem hægt er að græða á án þess að skera niður þjón- ustu. Réttindagæsla: Réttindagæsla er eitt af stóru málunum. Hún er alls ekki í lagi. Trúnaðarmaður fatlaðra hefur mjög afmarkað hlutverk og er honum í raun ætlað að hjálpa fötluð- um sem eru kúgaðir af starfsmönnum sínum. Hvert eiga þeir fatlaðir að leita sem þurfa aðstoð vegna árekstra við aðstandendur sína eða vilja fá að fara að heiman en foreldrarnir treysta þeim ekki til þess. Og það auðveldar þeim líklega ekki málið að trúnaðarmaður fatlaðra og foreldraráðgjafi Þroska- hjálpar er sami starfsmaðurinn. Eg tel æskilegt að stofnað verði emb- ætti sem hafi eftirlit með réttinda- gæslu fatlaðra. Það verði óháð öðrum stofnunum og gæti fjallað um málefni fatlaðra að eigin frumkvæði eða tekið til umfjöllunar erindi sem því berast, einhvers konar umboðsmaður fatlaðra. Það hefði ekki lagaheimildir til að taka á málum en hins vegar væri það byggt upp með þeim hætti að það nyti virðingar og álit þess verði stefnumarkandi. I stað trúnaðarmanns fatlaðra vildi ég sjá nefnd sem tæki á málum, það vald sem þessu fylgir er of mikið fyrir einn aðila og væri slík nefnd skipuð aðilum frá hagsmunasamtökum og fagmönn- um auk e.k. starfsmanns sem má mín vegna kalla trúnaðarmann. Þessi nefnd hafi það hlutverk að gæta hags- muna hins fatlaða gagnvart hverjum sem er, starfsmanni, aðstandanda eða rekstraraðilum. Tryggja þarf að vandað sé til vals í slíka nefnd og störf hennar unnin af fullum trúnaði eftir viðurkenndum leikreglum og af heiðarleika svo nefndin njóti virðingar og allir treysti sér til að leita til hennar. Þessi nefnd ætti ekki að koma nærri fjármálum, eigi fatl- aðir mikla fjármuni finnst mér eðlilegt að þeim séu skipaðir fjárhaldsmenn og ef starfsmenn sjá um fjármál fyrir einstak- linga skal rekstraraðilinn sjá um að bókhald sé fært og endurskoðun á því fari fram. Starfsmannahald: í fyrsta lagi væri eðlilegt að rekstraraðilar hefðu starfsmannastefnu. Ég meina nú aðra stefnu en þá að nýta hvern starfsmann sem best og borga honum sem minnst. Hvers konar þjónustu á að veita fötluðum, eiga þeir einhvern rétt á fagþjónustu í sama mæli og aðrir, er í lagi að langflestir starfsmenn þeirra hafi enga fagmenntun? Og hvar eru skyldur stofnananna við þessa starfsmenn sína. Það hefur gerst á undanförnum árum að starfsmenn fatlaðra á stofnunum Svæðisskrifstofu Reykjavíkur hafa í auknum mæli far- ið að vinna einir. Skrifstofan hefur ekki á nokkurn hátt tekið afstöðu til þess að fólk einangrast meira, býr við erfiðari vinnuskilyrði og eftirlit með störfum þeirra er minna en áður. Um leið og þetta gerist er lagt harðar að forstöðumönnum að draga úr kostnaði sem hefur í för með sér yngra og reynslulausara fólk og síður fag- menntað. Núna er verið að ráða fólk til starfa tímabundið fram til 1. jan 1999. Hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga fékk ég þær upplýsingar að þetta væri mjög ó- venjulegt þegar málaflokkar væru fluttir. Af hverju þá hjá okkur? Er þetta hluti af einhverri starfsmanna- stefnu? Þær raddir heyrast reglulega að ráða skuli starfsmenn til ákveðinna verk- efna án þess að vinnustaðurinn sé skil- greindur. Hvaða áhrif hefði það á starfsaðstæður þroskaþjálfa og á hag hins fatlaða? Þær raddir heyrast lfka reglulega að hinn fatlaði skuli ráða sína starfs- menn, hvaða áhrif hefur það á okkur sem starfsmenn og sem fagmenn? Gætum við til dæmis tekið óvinsælar ákvarðanir byggðar á fagiegu mati ef við eigum á hættu að vera rekin vegna þess? Og hver ber þá ábyrgð gagn- vart okkar réttindum. Eða erum við kannski að tala um að aldraðir foreldr- ar fatlaðra eigi að bera þessa ábyrgð fram í dauðann. Eg held að það sé alveg ljóst að við verðum að fara að velta fyrir okkur hvað við viljum að gerist í þessum breytingum sem framundan eru. Við þroskaþjálfar verð- um líka að taka á okkur þá ábyrgð að upplýsa almenning um málefni fatlaðra og stöðu þeirra í samfélaginu. Nú er komið að skyldum okkar sem fagmenn að upplýsa fólk um aðstæður fatlaðra og hverju þarf að breyta þar. Við höfum þær skyldur sem fagmenn að sjá til þess að þjón- usta við fatlaða verði betri hjá sveitar- félögum en hún er nú hjá ríkinu. Og þó ríkið hafi ekki óskað aðstoðar okk- ar við að skipuleggja þær breytingar, breytir það í raun engu um okkar á- byrgð, enda er frumskylda okkar við hinn fatlaða. Kristrún Sigurjónsdóttir forstöðuþroskaþjálfi Hvar á lilöndun aá L yrja ef ekki lijá Lömunum? Vié jjroskajijálf ar verðum líka aá taka á okkur |tá á- byrgfð að upplýsa almenning' nm málefni fatlaðra ogf stöðu jjeirra í samíélag'imi. Þ r o s ka þjálfafólag ísIa n d s

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.