Lögmannablaðið - 2024, Side 9

Lögmannablaðið - 2024, Side 9
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/24 9 ráð fyrir að rekstur félagsins verði í járnum á næsta ári, m.a. vegna viðvarandi verðbólgu, samningsbundinna launahækkana og fækkunar félagsmanna sem hefur fækkað umtalsvert á árinu, á sama tíma og félagsmönnum hefur fjölgað sem ekki greiða árgjald sökum aldurs eða veikinda. Ráðstöfun bókasafns Samþykkt var tillaga stjórnar LMFÍ um að bókasafn félagsins verði lagt niður og ráðstafað með þeim fyrirvara að félagið haldi eftir þeim bókum sem nýtast kunna félaginu. Samþykkt var að hægt yrði að ráðstafa bókasafninu til háskólabókasafns endurgjaldslaust, bjóða safnið út í heilu lagi eða bjóða félagsmönnum að taka þær bækur sem þeir geti nýtt sér. Ný stjórn Stefán A. Svensson lögmaður hjá Juris var einn í kjöri til formanns og það sama gildir um tvo meðstjórnendur til tveggja ára; þær Hildi Ýr Viðarsdóttur lögmann hjá Landslögum og Sigrúnu Helgu Jóhannsdóttur lögmann hjá VÍS. Í stjórn sitja áfram þau Eva Halldórsdóttir lögmaður hjá LLG lögmönnum og Magnús Hrafn Magnússon lögmann hjá Sigurjónsson & Thor. Kosið var milli fjögurra lögmanna um sæti þriggja varamanna í stjórn. Þetta er í fyrsta skipti sem kosið var rafrænt hjá félaginu og tóku 225 félagsmenn þátt. Í varastjórn voru kosin Auður Björg Jónsdóttir lögmaður hjá JA lögmönnum, Gísli Guðni Hall lögmaður hjá Mörkinni og Guðmundur Ingvi Sigurðsson lögmaður hjá LEX lögmannsstofu. Í lokin Að þessu sinni var félagsmönnum boðið upp á að sækja fundinn í fjarfundi og þegar mest var hlustuðu um þrjátíu manns en í salnum á Hilton Reykjavík Nordica var álíka stór hópur. Eyrún Ingadóttir og Ingimar Ingason

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.