Lögmannablaðið - 2024, Síða 20

Lögmannablaðið - 2024, Síða 20
20 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/24 KILJUR NAFNSPJÖLD BRÉFSEFNI TÍMARIT BÆKLINGAR DREIFIBRÉF Uppsetningar UMBÚÐIR NÓTUBÆKUR Alhliða, umhverfis vottuð prentþjónusta Skemmuvegi 4, blá gata | 200 Kópavogi | S: 540 1800 | litlaprent@litlaprent.is | litlaprent.is 30 mismunandi mentora, suma stutt en aðra í nokkur ár. Þetta var hluti af starfsmenningunni og eitt af því sem ég tók með mér þegar ég hætti,“ sagði Gunnar. Gunnar sagði að hann hefði hitt mentorana sína reglulega í byrjun á meðan þau voru að kynnast en svo sjaldnar eftir að búið var að byggja upp sambandið: „Það er best að byrja af krafti en láta svo þörfina ráða för. Þegar dagskráin tæmist, þ.e. að báðir aðilar eru búnir að fá það út úr sambandi sem reikna má með, getur það annað hvort endað eða breyst yfir í vinasamband“, sagði Gunnar og ítrekaði það að „mentee“ yrði að vera með dagskrárvaldið og eiga frumkvæði að því að boða fundi. Gunnar gaf bæði mentorum og þátttakendum góð ráð á fundinum og meðal annars ráðlagði hann mentorunum að beita virkri hlustun; „Það er freistandi fyrir okkur sem höfum reynsluna að koma með svörin og reyna að leysa úr þeim áskorunum sem „mentee“ stendur frammi fyrir. Við höfum þekkinguna“. Það er hins vegar heppilegra að „mentee“ þurfi sjálf að draga sínar ályktanir og komast að niðurstöðu“ sagði hann. Hlutverk mentors Mentor býður fram krafta sína til að miðla af eigin þekkingu og reynslu. Hann á að vera leiðbeinandi en ekki að stýra umræðunni og vera til staðar til að taka á móti hugleiðingum og spurningum. Mentorinn á ekki að vera kennari heldur leyfa þátttakandanum að spegla sig í reynslu sinni. Mentor á að spyrja, hlusta og endurtaka, spyrja frekar til baka en að svara spurningum. Þó vissulega komi upp þær aðstæður þar sem mentor svara spurningum beint. Mentorprógrammið er ekki ætlað til að aðstoða þátttakendur við að fá annað starf eða til að mentorinn sé umsagnaraðili fyrir atvinnuleit. Hlutverk mentors er meira að hvetja, gefa góð ráð, styðja, velta upp stefnu og hverrar þjálfunar sé þörf. Hlutverk þátttakanda „Mentee“, eða þátttakandi, getur búist við því að fá einhvern til að leiðbeina sér við að spyrja réttu spurninganna en verður að muna að mentorinn hefur ekki endilega réttu svörin. Ábyrgðin á sambandi mentors og þátttakanda er hjá þeim síðarnefnda en hann á að vera með dagskrárvaldið þar sem sambandið

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.