Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 6

Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 6
uiií svo, að Hjálmar varð að hrökklast þaðan árið 1829. Bjó hann þá næst á hluta af jörð- unni Uppsölum í Blönduhlíð, en reisti fljót- lega bú í Bólstaðargerði eða Bólu, sem lá und- ir þá sömu jörð. Við þann stað liefur liann gjarnan verið kenndur síðan. I Bólu varð Hjálmari ýmislegt mótdrægt, er á leið. Óvildarmenn hans reyndu að koma á hann sauðaþjófnaðarorði, og tókst þeim að skaða hann nokkuð með þeim áburði. Um svipað leyti veiktist hann og varð lítt vinnufær, og lyktaði því svo, að liann varð að hætta bú- skap þar vorið 1843. Fluttist liann þá að Minni-Ökrum í Blöndulilíð og átti þar heima til ársins 1871, lengst af við húhokur. Þar bætt- ist það ofan á erfiðleika hans, að hann missti konu sína árið 1845. Gekk sá missir mjög nærri lionum. Frá Minni-ökrum varð liann að fara á gam- als aldri árið 1871, og var liann eftir það á ýmsum stöðum í Skagafirði, þar til hann and- aðist 25. júlí 1875, þá til heimilis í beitarhús- um frá bænum Brekku. Skapgerð Hjáhnars var erfið, auk þess sem andstreymi og örðugleikar bættu þar ekki úr skák, og varð það til þess að tefja fvrir því, að hann mætti njóta fullrar viðurkenningar fyrir verk sín þegar í lifanda lífi. Þó var liann oi'ð- inn vel þekkt skáld við andlát sitt, og síðan liefur vegur kvæða hans stöðugt farið vaxandi. Þess má geta hér, að flest nieiri háttar verk sín virðist hann liafa ort á Minni-Akraárunum og eftir þau, og auk þess er skemmtilegt að veita því athygli, að honum er alla ævi að fara fram, og mörg af rishæstu og fyrirferðarmestu kvæð- um sínum yrkir hann á allra síðustu æviárum sínum, þegar heita má, að hann standi með annan fótinn í gröfinni sakir ellilirörleika. Að öðru leyti verða vcrkum Hjálmars ekki gerð skil hér á þessum vettvangi, en það, sem nú var rakið, er rétt að liafa í Iiuga við lestur eftirfarandi kvæða, svo sem til nánari skiln- ings á ýmsu því, sem þar kemur fram. Verða nú tekin hér upp nokkur kvæði Bólu- Hjálmars. Ég vil taka það fram, að öll hafa kvæðin verið prentuð áður í útgáfum á verk- um hans, svo að hér er því ekki um frum- prentanir að ræða. Hins vegar er hér farið öllu nær frumtexta höfundar en áður hefur verið gert, og auk þess greindur fullur orðamunur frá öðrum liandritum lians sjálfs, sem geyma sömu verk, en þar ber víða talsvert á milli. Kemur ýmislegt fram við þá meðferð, sem áð- ur hefur óljóst verið. Um frágang texta vil ég geta þess, að stafsetning er færð til nútíma- horfs, en reynt að gæta þess, að allar orðmynd- ir haldist óbreyttar. Sérstaklega vil ég benda á í því sambandi, að Hjálmar skrifar ýmist eg eða ég (jeg), en virðist ekki fylgja neinum föstum reglum í því efni. Hef ég ekki viljað lirófla við þeim frágangi hans, og stendur því livort tveggja í textanum, og frá því er greint í orðamun, þar sem handritum her á milli í þessu efni. Greinarmerkjasetning er og sam- ræmd nútíðarvenjum að mestu, en ég vil geta þess, að úrfellingarmerki, þankastrik og upp- hrópunarmerki eru nær öll frá höfundi sjálf- um, nema örfá, sem ég lief bætt inn í til sam- ræmingar. Þar sem um fleiri eiginhandarrit en eitt að sama kvæði er að ræða, hef ég orðið að vega og meta og í hverju einstöku tilviki tekið textann eftir því þeirra, sem mér hefur virzt vera vngst og því geyma endanlegasta gerð. Onnur handrit hef ég merkt áfram með bók- stöfum í stafrófsröð (B, C, D o.s.frv.) eftir því, sem mér hefur virzt líklegust aldursröð þeirra. Ætla ég, að sú flokkun sé óvíða umdeilanleg. Fyrirsagnir eru teknar eftir sama handriti og texti hvers kvæðis, en fvrirsagnir sömu kvæða í öðrum handritum tilgreindar með orðamun. Röð vísuorða og erinda er og nokkuð breytileg í sumum kvæðanna, og er gerð grein fyrir því með orðamun. Að þessu loknu verður reynt að draga saman nokkur atriði, sem varða tilurðar- sögu þessara kvæða og þær ytri aðstæður, sem ýtt hafa undir smíði þeirra, og sömuleiðis að kanna það, í liverju gildi þessara verka sé einkum fólgið. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.