Mímir - 01.05.1964, Side 9
4 Ef hann sleppur umtals frí,
aðrir dæmið fanga,
lögmáls reglan lætur því
lýsing fyrir liann ganga.
5 Öðrum þókti’ í æsku knár,
ellin loks hann temur,
upp úr jörðu hann er hár
hartnær álnum þremur.
6 Geiplar oft um grímu stund
gamanyrðismálum,
tvisvar áttatíu pund
tekur á metaskálum.
7 Ivinnar, munn og kjálkabý
klæðir skeggið blakka,
jarpt á kolli stendur strý
strokið yf’r á hnakka.
8 Ofarlega eyrun smá
una hvirfilbjörgum,
ennið bratt og brúnin há
búið hrukkum mörgum.
9 Nauðar ei um nokkra þörf,
nærsta ríklundaður,
ásýndin og augun djörf,
ærið tillitshraður.
10 Leggur flatt þá lítur við,
líkt sem illa sæi,
hnakkabein og heljarlið
hefur í stærsta lagi.
11 Þegar Iians er sál ósjúk,
svara þvkir greiður,
nettvaxinn á niðurbúk,
nokkuð herðabreiður.
71-2 ICinnar .../... blakka: Tíðum lifir örbirgð í/
aldinn geymir stakka B.
83 og brúnin há : (og brúnin há) B.
91 nokkra : neina B.
92 nærsta : nokkuð B.
12 Oft hans mæða hryðjur Iióst,
hljóðs er þungur kliður,
allt er loðið líf og brjóst
og lengra máske niður.
13 Orð hans þykja óhagstæð,
ef til þykkju leiðist,
Iiöggorms rís á enni æð,
einkum þá hann reiðist.
14 Er á meiði mistilteins
mark, sem aldrei sleppir,
fremsta köggul fingurs eins
frá harndómi kreppir.
15 Þrumir oft með þunga brún,
þjáður á samvizkunni,
ýmsra tíða ritar rún,
ræðir stef af munni.
16 Hatar slaður og húsgangs raus,
hræsni í forsmán grefur,
aldrei sést liann iðjulaus,
oftar lítið sefur.
17 Astargætnum augum hann
oft á stúlkur lítur,
tóbak ærið tyggja kann
og tryllist nær sem þrýtur.
18 Ef liann finnst í alda hring,
upp er lýsing haldið,
fjötra skal og færa’ á þing
fyrir kennivahlið.
121 máske : máski B.
134 hann : hans [greinilega aðeins pennaglöp] B.
152 þjáður á samvizkunni : og þönkum beldur vönd-
um B.
154 ræðir stef af munni : og rekur úr fornum bönd-
um B.
16 ekki í B.
171 Ástargætnum : Ástargjörnum B.
173 ærið : mikið B.
9