Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 11

Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 11
5 TíSum vætti’ liann tárum föla kinn, undir þínum áreitingameinum, andvarpaði til síns guðs í leynum og bað hann líta í líkn á málefnin. 6 Þótt hönum lukkan léti synjað auðs, ánægður hann enti sérhvörn daginn, ei var hönum sá vísdómur laginn, hvört á morgun mundi þurfa brauðs. 7 Hans er endað hryggðastun og kvein, í andaríkið önd er farin liéðan, elimentin geyma sitt á meðan, nagaðu heimur nú hans dauðu bein. 8 Þannin setti sjálfur, — fyrr en dó, hræsnaranna hreinskilni mistryggði, hróður sinn á eigin reynslu byggði, hann er dauður hér, — en lifir þó. 1 kvæði sínu um getnaðarhrepp sinn víkur Hjálmar að faðerni sínu, og yrði það langt mál, ef greina ætti frá öllum þeim bollaleggingum, sem það mál býður heim. Eins og áður segir, var Hjálmar lausaleiks- barn, og foreldrar hans gengu aldrei í hjóna- 8. er. vantar í B, en hefur auðsjáanlega verið þar. Má ráða það af því, að kvæðið er þar eitt á sér- stöku blaði, en neðst á blaðinu er tilvísun yfir á næstu síðu [8) Þan-], svo sem Hjálmar setur jafn- an, og sýnir hún ótvírætt, að annað blað hefur upphaflega fylgt þessu, þar sem 8. er. virðist hafa staðið. Röð erinda í B: l—7 (8. vantar). CD: 1—5,. .,6, . ., 7—8. Milli 5. og 6. er. stendur þetta erindi í C og D: I styrkleik herrans stríddi’ og yfirvann, fulltrúa um frelsis tignar sæti, föður síns (í dýrð og eftirlæti) vandarhöggin varla reiknar hann. Orðin „í dýrð og eftirlæti“ standa innan sviga í C, en ekki í D. Milli 6. og 7. er. stendur þetta erindi i C og D: Eftir skilur arinóð sinn í heim og forsmán þá, sem fékk hann hér við unað, fáir síðan nafn lians geti munað, unz hann dæmist, — ásamt hvörjum þeim. baud. Móðir lians hét Marsibil Semingsdóttir, en faðir lians, Jón, var Benediktsson. Engar sögur fara af öðru en því, að Jón liafi gengizt greiðlega við faðerni Hjálmars, og er hann kvæntist skömmu síðar, að vísu dóttur konu þeirrar, er hafði tekið Hjálmar að sér nætur- gamlan, tók hann þennan son sinn á heimili sitt, og mun Hjálmar síðan hafa verið að mestu á vegum föður síns allt þar til hann fluttist til Skagafjarðar árið 1820. En liins vegar hefur Hjáhnar sjálfur talið sig hafa einhverja ástæðu til þess að efast um, að Jón Benediktsson væri raunverulega hinn rétti faðir sinn. Sjálfur nefnir hann að vísu engan með nafni í lians stað, en munnmæla- sagnir herma, að séra Sigfús Jónsson í Höfða (fæddur nálægt 1729—31, dáinn 1803) liafi verið hinn rétti faðir Iians, og þangað bendir Hjálmar sjálfur með ótvíræðum orðum í kvæði sínu. Svo er skemmst frá að segja, að engin leið er til að skera úr því, hvort eitthvað kunni að vera hæft í þessum sögusögnum eða ekki. Þetta vandamál blandast saman við annað af svip- nðu tagi, það er hvenær árs 1796 Hjálmar sé fæddur, en þar er sömuleiðis allt hulið móðu gleymskunnar og engin leið að festa hendur á neinu. Er því líklegast, að seint verði skorið úr um það á sannfærandi hátt, hvort Hjálmar liafi haft við eitthvað að styðjast í þessu efni eða einungis verið að leika sér að því að gera gælur við gamlar munnmælasagnir. Það má ráða það af ýmsu, að Hjálmar hafi fengið þessa hugmynd þegar á unga aldri. Af handritum þeim, sem varðveita kvæðið um getnaðarhreppinn, er helzt að ráða, að það rnuni vera ort einhvern tíma á Minni-Akraár- unum, og ef nefna ætti ákveðið ártal, mætti gizka á, að það væri fvrst ort nálægt 1860. Síð- an hefur Hjálmar ritað kvæðið upp aftur a. m. k. fjórum sinnum og breytt því meira eða minna við liverja uppskrift. Sérstaklega má benda á 31. vísuorð í texta kvæðisins hér og þann orðamun, sem þar fvlgir, sem gott dæmi þess, hvernig hann hefur velt þessu eina vísu- 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.